Samstarf um uppbyggingu atvinnuvega

Mikilvægt er að nýta þekkingu innan samtaka atvinnuvega og þau víðtæku tengsl sem þar eru við atvinnulífið í uppbyggingu hérlendis. Slík samtök eru í því hlutverki að koma nýrri þekkingu áfram og þjóna hlutverki einskonar miðjumanns milli atvinnulífs og stjórnvalda. Þau geta í samstarfi við fræðimenn og fyrirtæki í landinu skapað nýja þekkingu sem nýta má í því uppbyggingarstarfi sem framundan er á Íslandi. Þetta kom fram í erindi Dr. Seiichiro Yonekura (sjá glæru 15 „Industrial Association as a knowledge creator“) á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í síðustu viku.

Einnig talaði hann um á fundinum að auk hinna hefðbundnu atvinnugreina sem hér hafa blómstrað síðustu áratugi sé mikilvægt að leggja áherslu á stuðning við nýjar atvinnugreinar. Í því ferli sem setja þarf af stað til að marka framtíðarstefnu í uppbyggingu atvinnuvega hér á landi þarf að eiga sér stað samstarf breiðs hóps. Þar er mikilvægt að hlustað sé á þá sérfræðinga, fulltrúa fyrirtækja og aðra sem fengnir eru til starfsins og álit þeirra nýtt þegar marka á stefnuna.

Stjórnvöld þurfa einnig að leggja meiri áherslu á að skapa umræðuvettvang milli viðeigandi aðila þegar ný stefnumörkun fer af stað. Það getur gert það að verkum að þekking skapist sem annars yrði útundan. Ennfremur eru það samkeppnisfyrirtæki sem sjá til þess að nýir atvinnuvegir hafi möguleika á því að byggjast upp en ekki val stjórnvalda á einstaka fyrirtækjum eða atvinnuvegum. Gott dæmi um samstarf stjórnvalda, atvinnulífs og hagsmunasamtaka í slíkri uppbyggingu er frá Singapúr. Nánari upplýsingar um fyrirlestur Dr. Yonekura má sjá hér í glærum hans frá fundinum.

Tengt efni:

Tengt efni

Brýnt að auka orkuframleiðslu

Að mati Viðskiptaráðs skýtur það skökku við að færa virkjunarkosti í ...
21. jún 2024

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Skyldur atvinnulífsins

Erlendur Hjaltason, formaður Viðskiptaráðs, ritaði eftirfarandi grein í ...
11. sep 2009