Ágæt skil ársreikninga - en gera verður betur

Viðskiptaráð hefur síðustu ár hvatt fyrirtæki til að skila inn ársreikningum innan lögbundinna tímamarka, en talsverð vanhöld hafa verið á því í gegnum tíðina. Ástæður fyrir þessari áherslu ráðsins eru margvíslegar en þar skiptir vafalaust mestu að slök skil á grundvallar rekstrarupplýsingum hafa dregið úr tiltrú á íslenskt atvinnulíf, bæði hérlendis en ekki síst erlendis. Bætt upplýsingaskil atvinnulífsins og aukið gagnsæi eru því einkar mikilvæg.

66% fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi
„Svo virðist sem fyrirtæki séu betur meðvituð um mikilvægi ársreikningaskila, en s.l. fimmtudag höfðu tæplega 11 þúsund eða um 34% skilaskyldra fyrirtækja skilað ársreikningi sínum. Þetta er töluvert betra en á undangengnum árum, en betur má ef duga skal.“ segir Finnur Oddsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Enn eiga um 22 þúsund eða um 66% fyrirtækja eftir að skila inn ársreikningi, sem Viðskiptaráð hvetur alla til að gera hið fyrsta.

Tengt efni

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020

Lokaverkefni vinnuvikunnar?

Undanfarin ár hefur Viðskiptaráð hvatt fyrirtæki til að skila ársreikningum ...
5. okt 2012

Skattlagning vaxtagreiðslna - óheppileg leið að settu marki

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem felur í sér ...
26. jún 2009