IMD samkeppnishæfni: Tilefni til hóflegrar bjartsýni

IMD viðskiptaháskólinn metur árlega samkeppnishæfi  um 60 landa og hefur Ísland verið á þessum lista frá árinu 1997. Ef gengi Íslands á tímabilinu er skoðað má sjá áhugaverða þróun. Frá árinu 1997 til 2000 batnaði samkeppnishæfni landsins umtalsvert og var sú framför drifin áfram af betri efnahagslegri frammistöðu og endurbótum hjá hinu opinbera, til dæmis einföldunum á skattkerfinu og skattalækkunum. Í kjölfarið batnaði efnahagsleg frammistaða landsins og við tók hagvaxtartímabil frá árinu 2000 til 2008 þar sem Ísland var stöðugt í fremstu röð ríkja hvað varðar samkeppnishæfni og lífskjör bötnuðu hratt.

2011.05.20 timalina

Þessi sögulega þróun gefur tilefni til hóflegrar bjartsýni. Bankahrunið hafði veruleg neikvæð áhrif á efnahagslega frammistöðu vegna áfalla hjá hinu opinbera og í atvinnulífið. Skilvirkni hins opinbera hefur þó miðað í rétta átt síðastliðið ár en er þó lægri en skilvirkni einkageirans. Raunar hefur skilvirknin hérlendis ætíð mælst hlutfallslega meiri innan einkageirans en hins opinbera í könnun IMD.

Áhyggjuefni er þó hvernig atvinnulífið situr eftir þegar þróunin á milli ára er skoðuð. Vegur þar þyngst að rekstrarumhverfi fyrirtækja hefur síst batnað frá hruni, með hærri sköttum, fjármögnunarerfiðleikum, hárri skuldastöðu og takmarkaðra aðgengi að alþjóðlegum mörkuðum. Ljóst er lykill að aukinni samkeppnishæfni og um leið lífskjörum felst í umbótum á rekstrarumhverfi fyrirtækja.  Í þeim efnum er Ísland ekkert frábrugðið öðrum löndum sem hafa unnið sig úr efnahagskreppum.  Það verður eingöngu gert á forsendum almenns atvinnulífs.

Saga Íslands undanfarin ár og sterkir samfélagslegir innviðir sýna að landið á heima meðal samkeppnishæfustu þjóða heims. Sé rétt haldið á spilunum verður sú efnahagslægð sem nú ríkir tímabundin enda hefur íslenska hagkerfið alla burði til að vinna sig út úr lægðinni og ná fyrri stöðu meðal þjóða heims.

IMD viðskiptaháskólinn í Sviss hefur starfrækt rannsóknarstofnun um samkeppnishæfni þjóða heims frá árinu 1989. Stofnunin metur árlega samkeppnishæfi um 60 landa með það að leiðarljósi að gefa stjórnvöldum, fyrirtækjum og stofnunum upplýsingar um styrkleika og veikleika hagkerfanna. Nánari upplýsingar um niðurstöður könnunarinnar má nálgast á www.vi.is/imd

Tengt efni

Lífstílsverðbólga stjórnvalda

Lækning lífstílsvanda stjórnvalda er tiltekt og forgangsröðun í útgjöldum ...
23. okt 2023

Kostnaðarsöm leið að göfugu markmiði

Ný greining frá Viðskiptaráði á kostnaði íslenskra fyrirtækja vegna íþyngjandi ...
5. júl 2023