Fjárlagafrumvarpið 2012 - sagan endalausa

Í síðustu viku kynnti fjármálaráðherra frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012. Þar kennir ýmissa grasa, en áfram kveður við sama tón og undanfarin þrjú ár, skattahækkanir á fjölskyldur og fyrirtæki.

Helstu hækkanir skatta og gjalda í frumvarpinu eru þessar:

 • Helmingur af 4% viðbótarlífeyrissparnaði verður skattlagður sem tekjur
 • Tekið verður upp nýtt þrep í auðlegðarskatti, lagt á hreina eign yfir hærri mörkum en nú er og skatturinn verður framlengdur út árið 2015. Þetta er á skjön við gefin fyrirheit stjórnvalda um að skatturinn yrði tímabundinn til þriggja ára
 • Fjárhæðarmörk tekjuskattsþrepa verða aðeins hækkuð um 3,5% í stað hækkunar í samræmi við launavísitölu um 6,2%, sem felur í sér tekjuskattshækkun fyrir þá sem hafa tekjur sem falla í 2. og 3. skattþrep
 • Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 5,1%
 • Kolefnisgjald á gas- og díselolíu, bensín o.fl. hækkar um 33% og lög um umhverfis- og auðlindaskatta verða gerð ótímabundin
 • Olíu- og kílómetragjald hækkar í takt við kolefnisgjald, þ.e. um 33%
 • Sérstakt bensíngjald hækkar um 5,1%
 • Almennt bensíngjald hækkar í takt við kolefnisgjaldið, þ.e. um 33%
 • Tekið verður upp gjald á steinolíu
 • Útvarpsgjald til RÚV og gjald í Framkvæmdasjóð eldri borgara hækka
 • Sérstakt 10,5% fjársýslugjald verður lagt á heildarlaun banka, vátryggingarfyrirtækja og lífeyrissjóða

Þessar breytingar bætast við ríflega 100 hækkanir á sköttum fyrirtækja og einstaklinga sem innleiddar hafa verið síðustu þrjú árin, en aðgengilegt yfirlit yfir þær helstu má nálgast hér. Ítrekað hefur verið fjallað um skaðleg áhrif af skattastefnu stjórnvalda á undanförnum árum, en eins og við er að búast hefur skattalegt umhverfi verulega áhrif á hegðun fólks og starfsemi fyrirtækja. Má þar m.a. nefna að:

Sum þessara dæma eru alvarleg en önnur kannski síður, en þetta eru eingöngu nokkur tilvik skynsamlegrar hegðunar fólks, sem rekur heimili eða fyrirtæki, og er á skjön við það sem er almennt heppilegt fyrir efnahagslega endurreisn. Það safnast hinsvegar þegar saman kemur. Í núverandi stöðu hagkerfisins væri æskilegt að koma á frekari hvötum til framtakssemi, til þátttöku í atvinnurekstri, til fjárfestingar, uppbyggingar, verðmætasköpunar og áframhaldandi búsetu á Íslandi. Í nýju fjárlagafrumvarpi er hinsvegar áfram stefnt í öfuga átt og viðhaldið skattalegum hvötum sem eru óheilbrigðir uppbyggingu og endurreisn hagkerfisins. Að því þurfa þingmenn að huga í meðferð frumvarpsins á næstu vikum.

* Í fréttabréfi Viðskiptaráðs í dag stóð að hækkanir á kolefnisgjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi og almennu bensíngjaldi væru um 50%, en þar er um rúmlega 30% hækkanir að ræða.

Tengt efni

Eigum við að drepa fuglana?

Þegar við grípum inn í flókin kerfi getur það haft ófyrirséðar afleiðingar, ...
31. ágú 2022

Viljandi misskilningur

Hvort er hærra, skattur á launatekjur eða fjármagn?
6. sep 2022

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021