Arðrán eða ávinningur? Bein erlend fjárfesting og áhrif á endurreisn

Á þriðjudag í næstu viku (6. desember) standa Viðskiptaráð Íslands og Íslandsstofa fyrir morgunverðarfundi um áhrif beinnar erlendrar fjárfestingar á endurreisn íslensks hagkerfis og efnahagsþróun til framtíðar. Fundurinn er haldinn á Grand Hótel Reykjavík (Gullteig), hann hefst klukkan 8:15 og stendur til klukkan 10:00.

Meðal ræðumanna er Carlos Bronzatto, framkvæmdastjóri World Association of Investment Promotion Agencies (WAIPA), en hann er ráðgefandi við stefnumótun ríkja á sviði erlendra fjárfestinga. Á fundinum mun Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild HR, kynna tillögur starfshóps um stefnu stjórnvalda varðandi beina erlenda fjárfestingu hér á landi. Nánari upplýsingar hér.

Tengt efni

Ógnar nýsköpun þjóðaröryggi?

Hagsmunir af því að fæla ekki enn frekar burt erlenda fjárfestingu eru ...
21. nóv 2022

Hagsmunamál að fæla ekki burt erlenda fjárfestingu

Umsögn Viðskiptaráðs um áform um lagasetningu um rýni á erlendum fjárfestingum ...
10. júl 2022

Erlend fjárfesting - nei, takk?

Leggja þarf áherslu á að afnema hindranir og liðka fyrir erlendri fjárfestingu
4. júl 2022