Ráðstefna FRÍS í París um endurreisn Íslands

Fransk-íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) stendur fyrir ráðstefnu um endurreisn Íslands í París undir yfirskriftinni „Island - la renaissance“. Skráning hefur gengið afar vel, en í dag eru 170 gestir skráðir. Meðal ræðumanna eru Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Viðskiptaráð Parísar, sendirráð Frakklands á Íslandi, sendiráð Íslands í Frakklandi, Icelandair, Marel, Gibaud-Össur, Straum og Íslandsstofu.

Fransk Íslenska viðskiptaráðið var nýlega endurvakið og er þetta fyrsta ráðstefnan sem haldin er um íslensk efnahagsmál í París um árabil. Auk erinda um efnhagsmál, fjármál og orkumál verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem þátt taka fulltrúar íslenskra fyrirtækja. Stjórnandi pallborðsumræðna verður Laurent Joffrin, ritstjóri Nouvel Observateur.

Fundarstjóri er Barði Jóhannsson, tónlistamaður, en ráðstefnan fer fram í húsakynnum Viðskiptaráðs Parísar (27 Avenue de Friedland, 75008 Paris) þann 28. febrúar kl.16.00- 20.00. Skráning fer fram hér. 

Dagskrá:

 • Pierre-Antoine Gailly, formaður Viðskiptaráðs Parísar
 • Baldvin Björn Haraldsson, formaður FRÍS
 • Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands
 • Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi
 • Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
 • Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
 • Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun
 • Pétur Einarsson, Straumur

Hringborðsstjóri er Laurent Joffrin, ritstjóri Nouvel Observateur:

 • Sophie Froment, CCP
 • Helgi Már Björgvinsson, Icelandair
 • Anna Thrap-Olsen, Marel France
 • Frédéric Girard, Gibaud (Össur) France
 • Guðný Káradóttir, Íslandsstofa
 • Einar Hermannsonn, JC Decaux

Nánari upplysingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.

Tengt efni

Leið út úr atvinnuleysinu

Fátt í heiminum er ókeypis, en vel útfærðir hvatar geta einnig verið ábatasamir ...
2. sep 2020

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020

Góðar aðgerðir sem duga skammt

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið vegna kórónuveirunnar ...
24. mar 2020