Ráðstefna FRÍS í París um endurreisn Íslands

Fransk-íslenska viðskiptaráðið (FRÍS) stendur fyrir ráðstefnu um endurreisn Íslands í París undir yfirskriftinni „Island - la renaissance“. Skráning hefur gengið afar vel, en í dag eru 170 gestir skráðir. Meðal ræðumanna eru Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Viðskiptaráð Parísar, sendirráð Frakklands á Íslandi, sendiráð Íslands í Frakklandi, Icelandair, Marel, Gibaud-Össur, Straum og Íslandsstofu.

Fransk Íslenska viðskiptaráðið var nýlega endurvakið og er þetta fyrsta ráðstefnan sem haldin er um íslensk efnahagsmál í París um árabil. Auk erinda um efnhagsmál, fjármál og orkumál verður boðið upp á pallborðsumræður þar sem þátt taka fulltrúar íslenskra fyrirtækja. Stjórnandi pallborðsumræðna verður Laurent Joffrin, ritstjóri Nouvel Observateur.

Fundarstjóri er Barði Jóhannsson, tónlistamaður, en ráðstefnan fer fram í húsakynnum Viðskiptaráðs Parísar (27 Avenue de Friedland, 75008 Paris) þann 28. febrúar kl.16.00- 20.00. Skráning fer fram hér. 

Dagskrá:

 • Pierre-Antoine Gailly, formaður Viðskiptaráðs Parísar
 • Baldvin Björn Haraldsson, formaður FRÍS
 • Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands
 • Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi
 • Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands
 • Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
 • Ragna Árnadóttir, Landsvirkjun
 • Pétur Einarsson, Straumur

Hringborðsstjóri er Laurent Joffrin, ritstjóri Nouvel Observateur:

 • Sophie Froment, CCP
 • Helgi Már Björgvinsson, Icelandair
 • Anna Thrap-Olsen, Marel France
 • Frédéric Girard, Gibaud (Össur) France
 • Guðný Káradóttir, Íslandsstofa
 • Einar Hermannsonn, JC Decaux

Nánari upplysingar veitir Kristín S. Hjálmtýsdóttir.

Tengt efni

Eiríkur Elís nýr formaður Gerðardóms Viðskiptaráðs

Garðar Víðir Gunnarsson og Haraldur I. Birgisson hafa tekið sæti í stjórn ...
16. jan 2023

Leið út úr atvinnuleysinu

Fátt í heiminum er ókeypis, en vel útfærðir hvatar geta einnig verið ábatasamir ...
2. sep 2020

Sameiningin sem endaði ofan í skúffu

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallar um áform stjórnvalda ...
5. ágú 2020