Menntun stuðlar að aukinni verðmætasköpun

2013.04.12-HR-fundur-menntamalÍ hádeginu í gær stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir málþingi um menntun og verðmætasköpun. Þar mættu fulltrúar helstu stjórnmálaflokkanna til fundar við háskólafólk og aðila úr atvinnulífinu til að ræða framtíðarstefnu í háskólamenntun á Íslandi. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, flutti erindi þar sem hann kom m.a. inn á það að nú stæði valið á milli annars vegar aukinnar verðmætasköpunar eða kyrrstöðu. Til að koma Íslandi út úr kreppu þarf að auka verðmætasköpun í landinu og verður þetta aðeins gert með því að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Þar gegna háskólar lykilhlutverki, enda mennta þeir þjóðina til starfa sem byggja á hugviti.

Hugmyndir að samkeppnishæfari mannauði
Formaður Viðskiptaráðs, Hreggviður Jónsson, tók þátt í pallborðsumræðum á fundinum og ræddi mikilvægi þess að auka skilvirkni og bæta forgangsröðun í menntakerfinu. Um þetta er m.a. fjallað í Hugmyndahandbók Viðskiptaráðs sem gefin var út á Viðskiptaþingi í febrúar síðastliðnum. Í handbókinni er einnig fjallað um mikilvægi menntunar á öllum stigum fyrir framtíðarhagvöxt og lífskjör, en því til vitnis má m.a. nefna að rekja má tæplega helming hagvaxtar meðal OECD ríkja árin 2000-2010 til aukinna launatekna háskólamenntaðra.

Tengt efni

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023

Sóknarfæri á tímum sjálfvirknivæðingar

Aukinni sjálfvirknivæðingu fylgja áskoranir en um leið ýmis tækifæri
6. apr 2022

Hvað á að gera við allar þessar háskólagráður?

Fjölgun háskólamenntaðra er stór áskorun en í raun ...
1. júl 2021