25 nýir félagar á síðustu mánuðum

Sífellt fjölgar í hópi aðildarfyrirtækja VÍ. “Við erum strax í júlímánuði að ná þeim markmiðum sem við settum okkur um fjölgun félaga allt árið 2003,” segir Þór Sigfússon framkvæmdastjóri VÍ. “Fleiri fyrirtæki skynja að aðild að verslunarráði gagnast þeim á margan hátt í strandhöggi þeirra utan Íslands. Þar er aðild að verslunarráði merki um visst traust. Þá verð ég líka var við að leiðandi fyrirtæki á ýmsum sviðum vilja taka þátt í stefnumótun um aukinn árangur fyrir Ísland en í þeim efnum hefur VÍ verið leiðandi um margra ára skeið. VÍ er það ánægja að bjóða eftirfarandi fyrirtæki velkomin í hóp aðildarfyrirtækja Verslunarráðs Íslands:

Birtingahúsið,

Hitaveita Suðurnesja,

IBM Consulting,

Iceland Express,

Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar

Tengt efni

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
21. ágú 2023

Hver er þín verðbólga?

Viðskiptaráð hefur sett upp reiknivél sem gerir hverjum og einum kleift að ...
17. ágú 2022

Viðskiptaráð reiðubúið til samvinnu um faglega meðferð málsins

Umsögn Viðskiptaráðs um drög að frumvarpi til laga um tekjuskatt (mál nr. 23)
14. jún 2022