Samkeppnishæfni Íslands í alþjóðlegu samhengi

Viðskiptaráð hefur allt frá árinu 2002 tekið þátt í og haft umsjón með vefkönnun og gagnavinnslu fyrir IMD viðskiptaháskólann í Sviss vegna úttektar háskólans á samkeppnishæfni landa. Úttektin hefur verið gerð frá því 1989 og í dag spannar könnunin um 330 mælikvarða á samkeppnishæfni landa.

Úttektin sýnir að Ísland hefur fallið í samkeppnishæfni frá árinu 2007 og náði botninum 2011 þegar það skipaði 31. sæti listans. Í síðustu úttekt skipaði Ísland 26. sæti listans sem m.a. má rekja til viðsnúnings í efnahagslífinu. Ísland á þó langt í land til að ná fyrri stöðu ásamt því að standa hinum Norðurlöndunum mun aftar, en Svíþjóð skipar fimmta sæti listans, Noregur það áttunda og Danmörk þrettánda.

Úttekt IMD hefur mikið gildi fyrir þær þjóðir sem taka þátt í úttektinni til að sjá hvar þær standa og hvaða þætti þarf að bæta til auka samkeppnishæfni. Niðurstöður úttektarinnar fyrir árið 2012 verða kynntar í lok maí.

Tengt efni

Lesskilningur Landverndar

Engin óvissa ríkir um efnahagslegar afleiðingar orkuskiptasviðsmyndar ...
2. mar 2023

Stjórn Landspítala verði raunverulegur æðsti ákvörðunaraðili

Umsögn Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um breytingu á lögum um ...
7. apr 2022

Tækifæri fólgin í færri og stærri sveitarfélögum

Fyrirkomulag Jöfnunarsjóðs dregur úr hvötum til sameiningar og hagræðingar í ...
18. feb 2022