Norðurslóða-viðskiptaráð stofnað

Á vinnustofu SI um tækifærin á norðurslóðum sem fór fram á miðvikudaginn í síðustu viku var Norðurslóða-viðskiptaráð (e. Icelandic-Arctic Chamber of Commerce) stofnað. Bakhjarlar ráðsins eru Viðskiptaráð Íslands, utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Norðurslóðanet Íslands, en nú þegar eru aðildarfélög ráðsins orðin á annan tug.

Ráðið verður rekið í svipaðri mynd og önnur millilandaráð. Meginmarkmið þess verður að byggja upp viðskiptasamstarf milli ríkja á svæðinu og búa þannig í haginn að Íslendingar geti keppt um þau atvinnutækifæri sem þar eru og verða til. Þetta fellur vel að áherslum nýrrar ríkisstjórnar en í stjórnarsáttmálanum kemur m.a. fram að ríkisstjórnin muni vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðuslóðum.

Umframeftirspurn varð eftir stjórnarsætum í Norðurslóða-viðskiptaráðinu og til að nýta þennan mikla áhuga verður fyrsta stjórn ráðsins skipuð 9 mönnum en það eru fulltrúar Arctic Services, Eykon Energy, Eimskips, Icelandair, ÍAV, Íslandsbanka, Mannvits, Norðurflugs og Samskips. Frekari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri.

Tengt efni

Miðasala á alþjóðadag viðskiptalífsins

Millilandaráðin standa fyrir alþjóðadegi viðskiptalífsins 9. nóvember
1. nóv 2022

Lokaverkefni vinnuvikunnar?

Undanfarin ár hefur Viðskiptaráð hvatt fyrirtæki til að skila ársreikningum ...
5. okt 2012

Tökum til í regluverkinu

Á nýlegum fundi Viðskiptaráðs um fjármálakerfið fjallaði fyrrverandi bankastjóri ...
24. okt 2013