Norðurslóða-viðskiptaráð stofnað

Á vinnustofu SI um tækifærin á norðurslóðum sem fór fram á miðvikudaginn í síðustu viku var Norðurslóða-viðskiptaráð (e. Icelandic-Arctic Chamber of Commerce) stofnað. Bakhjarlar ráðsins eru Viðskiptaráð Íslands, utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Norðurslóðanet Íslands, en nú þegar eru aðildarfélög ráðsins orðin á annan tug.

Ráðið verður rekið í svipaðri mynd og önnur millilandaráð. Meginmarkmið þess verður að byggja upp viðskiptasamstarf milli ríkja á svæðinu og búa þannig í haginn að Íslendingar geti keppt um þau atvinnutækifæri sem þar eru og verða til. Þetta fellur vel að áherslum nýrrar ríkisstjórnar en í stjórnarsáttmálanum kemur m.a. fram að ríkisstjórnin muni vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðuslóðum.

Umframeftirspurn varð eftir stjórnarsætum í Norðurslóða-viðskiptaráðinu og til að nýta þennan mikla áhuga verður fyrsta stjórn ráðsins skipuð 9 mönnum en það eru fulltrúar Arctic Services, Eykon Energy, Eimskips, Icelandair, ÍAV, Íslandsbanka, Mannvits, Norðurflugs og Samskips. Frekari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri.

Tengt efni

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri ...
28. jan 2021

Verðmæti í verndun hugverka

Með réttum áherslum á sviði hugverkaverndar í íslensku og atvinnulífi og hjá ...
11. jún 2020

Gölluð og óljós leið hlutdeildarlána

Markmið frumvarps um hlutdeildarlán eru góð en leiðin að þeim er ekki líkleg til ...
22. jún 2020