Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum: Mannvit og Stefnir

Stefnir - logo

Mannvit og Stefnir luku nýverið við að endurnýja úttekt á stjórnarháttum sínum og er fyrirtækjunum því heimilt að nota merki úttektarinnar næsta árið til marks um árangurinn. Úttektarferlið var sett á laggirnar árið 2011 með með samstarfssamningi Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Bæði fyrirtækin luku úttektarferlinu í maí á þessu ári, en það var KPMG sem annaðist hlutverk úttektaraðila. Að mati Rannsóknarmiðstöðvarinnar gefa niðurstöður úttektanna skýra mynd af stjórnarháttum fyrirtækjanna og benda til að þau geti að mörgu leyti verið öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar. Þá sýna úttektirnar að bæði fyrirtækin hafi brugðist við við þeim tillögum Rannsóknarmiðstöðvarinnar sem lagðar voru fram í fyrri umsögnum.

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq OMX á Íslandi óska forsvarsmönnum Mannvits og Stefnis til hamingju með áfangann og vona að fleiri fyrirtæki fylgi í kjölfarið. Með því má með virkum hætti bæta stjórnarhætti fyrirtækja og um leið efla upplýsingagjöf til markaðsaðila og annarra áhugasamra um áherslur stjórnenda í atvinnulífinu.

Nánari upplýsingar veita Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum fyrirtækja, í síma 842-4333 og Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510-7100.

Umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar um Mannvit er aðgengileg hér. Fyrstu umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar um Mannvit má nálgast hér.

Umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar um Stefni er aðgengileg hér. Fyrstu umsögn Rannsóknarmiðstöðvarinnar um Stefni má nálgast hér.

Frekari upplýsingar um úttektina eru aðgengilegar hér.

Tengt efni

Sigur leiðindanna

Ókeypis peningar hafa í raun aldrei verið til
26. okt 2022

Betra er brjóstvit en bókvit

Eru bækur dýrar?
28. okt 2022

Getum við allra vinsamlegast gyrt okkur?

Við hefðum ekki getað rekið íslenskt samfélag og atvinnulíf síðastliðna áratugi ...
26. maí 2022