Ásthildur Gunnarsdóttir ráðin til Viðskiptaráðs

 ÁG passamynd

Ásthildur Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til Viðskiptaráðs Íslands sem sérfræðingur í samskipta- og upplýsingamálum. Ásthildur starfaði áður á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins þar sem hún vann m.a. með samningahópi um landbúnaðarmál í aðildarviðræðum við ESB. Ásthildur er stjórnmálafræðingur að mennt og nam nýsköpunar- og frumkvöðlafræði (Organisational Innovation and Entrepreneurship) á meistarastigi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS).

Á sama tíma lætur Ragnar Þorvarðarson, sem haft hefur umsjón með upplýsingamálum ráðsins frá því í lok árs 2009, af störfum og heldur til frekara náms erlendis. Stjórn og starfsmenn Viðskiptaráðs óska Ragnari velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakka fyrir vel unnin störf á vegum ráðsins.

Tengt efni

Ásthildur Gunnarsdóttir ráðin til Viðskiptaráðs

Ásthildur Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til Viðskiptaráðs Íslands sem ...
21. ágú 2013

Viðskiptaráð leitar að sérfræðingi í samskipta- og upplýsingamálum

Viðskiptaráð Íslands leitar að sérfræðingi í samskipta- og upplýsingamálum. ...
14. jún 2013

Sigríður Andersen lætur af störfum hjá VÍ

Sigríður Ásthildur Andersen, lögfræðingur, hefur látið af störfum hjá ...
18. maí 2006