Creditinfo kynnir Framúrskarandi fyrirtæki 2013

Creditinfo mun þann 13. febrúar 2014 tilkynna hvaða íslensk félög ná inn á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem Creditinfo kynnir niðurstöður í þessu vali fyrirtækisins sem nú þegar hefur öðlast sess sem ein helsta viðurkenning sem veitt er íslenskum fyrirtækjum og hafa mörg þeirra nýtt sér hana til að bæta rekstur sinn og ímynd enn frekar. Þetta árið eru 462 félög á listanum eða um 1,4% af öllum skráðum fyrirtækjum hér á landi og hafa forsvarsmenn þeirra fengið tilkynningu um niðurstöðurnar.

Framúrskarandi fyrirtækjum hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin fjögur ár en þau voru 178 árið 2011 þegar viðurkenningin var fyrst veitt (vegna rekstrar 2010), 245 árið 2012 (vegna rekstrar 2011) og 358 í fyrra (vegna rekstrar 2012).

Val Creditinfo byggir á ýmsum þáttum sem varða rekstur og stöðu fyrirtækjanna. Má þar nefna skil á ársreikningum og jákvæða rekstrarniðurstöðu undanfarin þrjú ár, litlar líkur á vanskilum, að eignir séu 80 milljónir eða meira og eiginfjárhlutfall 20% eða hærra á sama tímabili. Þá þurfa félögin að vera í virk samkvæmt skilgreiningu Creditinfo.

Listi yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2013 verður kynntur í hófi sem haldið verður á Hótel Nordica fimmtudaginn 13. febrúar næstkomandi og hefst kl. 16. Þar mun Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ávarpa gesti og veita sérstakar viðurkenningar en jafnframt munu flytja erindi þau Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og formaður Samtaka verslunar og þjónustu og Hákon Stefánsson framkvæmdastjóri Creditinfo.

Sérstakir samstarfsaðilar Creditinfo vegna Framúrskarandi fyrirtækja 2013 eru: Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands, Samtök iðnaðarins, Félag kvenna í atvinnulífinu og Samtök verslunar og þjónustu.

Sjá nánar á vef Creditinfo

Tengt efni

Marel hlaut viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Viðurkenning fyrir sjálfbærniskýrslu ársins var veitt í hádeginu við hátíðlega ...
8. jún 2023

Hitam(ál) – Hvað er málið með álið?

Hugmyndir um takmörkun á stóriðju hér á landi annars vegar og samdrátt í losun á ...
3. apr 2023

Sjálfbærniskýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Play valdar skýrslur ársins

Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslur ársins voru veittar fyrr í dag við ...
7. jún 2022