Lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð Íslands leitar að lögfræðingi. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi og verklag.

Helstu verkefni:

 • Gerð umsagna um þingmál
 • Seta í nefndum og ráðum fyrir hönd Viðskiptaráðs
 • Lögfræðileg ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn
 • Skýrsluskrif og önnur útgáfustarfsemi, s.s. á sviði stjórnarhátta fyrirtækja
 • Aðstoð við greiningarvinnu tengda efnahagsmálum og rekstrarumhverfi fyrirtækja
 • Aðkoma að alþjóðlegu samstarfi
 • Umsjón með Gerðardómi Viðskiptaráðs
 • Skipulagning viðburða á vegum ráðsins
 • Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Embættis- eða grunn- og masterspróf í lögfræði (með góðum námsárangri)
 • Viðeigandi starfsreynsla æskileg en ekki nauðsynleg
 • Grunnþekking á efnahagsmálum og rekstrarumhverfi atvinnulífsins
 • Greiningarhæfileikar og geta til að setja sig hratt inn í ólík viðfangsefni
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asthildur@vi.is fyrir 1. mars 2014. Nánari upplýsingar veitir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í síma 510-7100.

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Frekari upplýsingar um starfsemi ráðsins má nálgast á vef þess, www.vi.is.

Auglýsingu á pdf formi má nálgast hér.

2014.2.14_auglysing logfraedingur

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að hagfræðingi

Starf hagfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar.
18. nóv 2021

Viðskiptaráð leitar að sérfræðingi í samskiptum og miðlun

Hefur þú brennandi áhuga á viðskiptalífinu? Frestur til og með 25. júní
15. jún 2021

Lykillinn að íslensku samfélagi

Það er ekki nóg að bjóða erlendum sérfræðingum vinnu, það þarf líka að bjóða ...
9. jún 2021