Viðskiptaráð Íslands leitar að lögfræðingi. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við bjóðum upp á lifandi vinnustað ásamt ríku tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi og verklag.
Helstu verkefni:
- Gerð umsagna um þingmál
- Seta í nefndum og ráðum fyrir hönd Viðskiptaráðs
- Lögfræðileg ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn
- Skýrsluskrif og önnur útgáfustarfsemi, s.s. á sviði stjórnarhátta fyrirtækja
- Aðstoð við greiningarvinnu tengda efnahagsmálum og rekstrarumhverfi fyrirtækja
- Aðkoma að alþjóðlegu samstarfi
- Umsjón með Gerðardómi Viðskiptaráðs
- Skipulagning viðburða á vegum ráðsins
- Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Embættis- eða grunn- og masterspróf í lögfræði (með góðum námsárangri)
- Viðeigandi starfsreynsla æskileg en ekki nauðsynleg
- Grunnþekking á efnahagsmálum og rekstrarumhverfi atvinnulífsins
- Greiningarhæfileikar og geta til að setja sig hratt inn í ólík viðfangsefni
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asthildur@vi.is fyrir 1. mars 2014. Nánari upplýsingar veitir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í síma 510-7100.
Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi. Frekari upplýsingar um starfsemi ráðsins má nálgast á vef þess, www.vi.is.
Auglýsingu á pdf formi má nálgast hér.
