Nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs

2014.2.21_Bjorn tilkynningBjörn Brynjúlfur Björnsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Meginverkefni Björns verður að hafa umsjón með málefnastarfi ráðsins. Jafnframt mun hann taka þátt í stefnumótun, samskiptum við stjórn og félagsmenn sem og sinna annarri daglegri starfsemi. Björn hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.

Björn hefur víðtæka þekkingu og reynslu af stefnumótun og greiningarstörfum, en hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá Kaupmannahafnarskrifstofu alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Company. Í störfum sínum hjá McKinsey vann Björn einkum að stefnumótun og rekstrarumbótum í opinbera geiranum og hjá alþjóðlegum framleiðslu- og upplýsingatæknifyrirtækjum. Þar áður vann hann hjá greiningardeild fjárfestingarbankans Credit Suisse í London. Björn er með BS-próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálahagfræði frá Oxford-háskóla.

Tengt efni

Jón Júlíus nýr samskiptastjóri Viðskiptaráðs

Jón kemur frá Ungmennafélagi Grindavíkur og mun hefja störf í október
12. sep 2023

Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Konráð S. Guðjónsson verður aðstoðarframkvæmdastjóri og Steinar Þór Ólafsson er ...
30. jún 2020

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020