Ráðstefna um fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

2011.02.15-Logo-rannsoknarmidstodRannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum við Háskóla Íslands efnir til ráðstefnu þriðjudaginn 11. mars kl. 9.30-12.00 um Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum í samvinnu við Viðskiptaráð Íslands og NASDAQ OMX Kauphöll. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti.

Aðalræðumaður ráðstefnunnar er David Beatty sem er prófessor við Rotman School of Management - Háskólinn í Toronto. David er einn af stofnendum og fyrrverandi framkvæmdastjóri The Canadian Coalition for Good Governance sem er stofnun sem hefur verið leiðandi í að efla góða stjórnarhætti í Kanada. Í erindi sínu mun hann fjalla um þróun og breytingar á stjórnarháttum í Kanada.

Skráning hér og upplýsingar um ræðumenn er að finna hér.

Dagskrá:

8:30-9:00
Skráning - Hátíðarsalur Háskóla Íslands, Aðalbygging.

9:00-9:30
Opnun: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra

9:30 - 10:15
Aðalræðumaður: Prófessor David Beatty, Conway Director hjá Clarkson Centre for Business Ethics and Board Effectiveness við Rotman School of Management í Canada

Kaffihlé

10:30 - 11:15
Erindi: Hrund Rudolfsdóttir - Stjórn Stefnis
Erindi: Úlfar Steindórsson - Stjórn Icelandair Group
Erindi: Jón Már Halldórsson - Stjórn Mannvits

Kynning á Fyrirmyndarfyrirtækjum í góðum stjórnarháttum:
Sævar Freyr Þráinsson - stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands

Viðurkenningar fyrir Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum - Ellefu fyrirtæki hljóta formlega viðukenningu

11:15-11:50
Spurt og svarað um góða stjórnarhætti:
Birna Einarsdóttir - Bankastjóri Íslandsbanka
Hrund Rudolfsdóttir - Stjórn Stefnis
Ingimundur Sigurpálsson - Forstjóri Íslandspósts
Jón Már Halldórsson - Stjórn Mannvits
Úlfar Steindórsson - Stjórn Icelandair Group

11:50-12:00
Lokaorð: Páll Harðarson - Forstjóri NASDAQ OMX Iceland

Léttar veitingar

Fundarstjóri er Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum

Tengt efni

Alltaf á þolmörkum? Staða og framtíðarhorfur í heilbrigðismálum

Viðskiptaráð efnir til morgunfundar um heilbrigðismál. Fundurinn er einungis ...
18. ágú 2021

Einkavæðing fjarskiptafyrirtækis

Þýsk-íslenska verslunarráðið í samstarfi við Verslunarráð efnir til fundar með ...
14. jan 2005

Morgunverður með fyrrverandi forstjóra IBM í Þýskalandi

Í ljósi æ erfiðari stöðu þýskra efnahagsmála, síaukins atvinnuleysis og ...
8. apr 2005