Marta Guðrún Blöndal ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs

Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Marta mun sinna lögfræðilegri ráðgjöf gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn, umsagnagerð, skýrsluskrifum og fleiri verkefnum tengdum málefnastarfi ráðsins. Marta hefur þegar hafið störf hjá Viðskiptaráði.

Marta starfaði áður sem fulltrúi á Juris lögmannsstofu og samhliða því sem starfsmaður endurupptökunefndar. Marta hefur að mestu starfað á sviði eignaréttar, samkeppnisréttar og félagaréttar, m.a. við gerð starfsreglna fyrir stjórnir fyrirtækja. Marta er útskrifuð úr Háskóla Íslands með meistarapróf í lögfræði, með þjóðarétt sem áherslusvið.

Tengt efni

María nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs

María kemur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og mun hefja störf ...
12. maí 2023

Agla Eir lögfræðingur Viðskiptaráðs

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur tekið við starfi lögfræðings Viðskiptaráðs Íslands
3. feb 2020

Marta Guðrún Blöndal ráðin lögfræðingur Viðskiptaráðs

Marta Guðrún Blöndal hefur verið ráðin sem lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. ...
1. apr 2014