Evrópsk verslunarráð telja ýmislegt hamla útrás til Rússlands

Skrifræði, tollamál, staðlar og einkaréttur eru þau atriði sem verslunarráð í Evrópu telja helst ábótavant og hamla útrás til Rússlands samkvæmt könnun sem Eurochambres hefur gert. Þá benda verslunarráðin á að áritun vegabréfa til Rússlands þurfi að gera skilvirkari en þunglamalegt kerfi hefur haft hamlandi áhrif á viðskipti milli Rússlands og annarra landa. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar telur evrópskt viðskiptalíf það helst hamla viðskiptum við Rússland að einkaleyfalöggjöfin sé ófullnægjandi í Rússlandi og hamli útrás til landsins. Aðildarfyrirtæki VÍ geta fengið afrit af könnun Eurochambres hjá kristinp@vi.is.

Tengt efni

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022

Er stórtækur atvinnurekstur hins opinbera náttúrulögmál?

Að viðskiptabönkunum undanskildum hefur stöðugildum hins opinbera í ...
26. nóv 2021

Vel heppnað Viðskiptaþing á grænu ljósi

Viðskiptaþing 2020 fór fram undir yfirskriftinni Á grænu ljósi - Fjárfestingar ...
17. feb 2020