Samkomulag hefur tekist milli menntamálaráðuneytis, Verslunarráðs (VÍ), Samtaka atvinnulífs (SA), Samtaka iðnaðarins (SI) og stjórnenda Háskólans í Reykjavík (HR) og Tækniháskóla Íslands (THÍ) um stofnun nýs háskóla með samruna HR og THÍ. Stofnað verður einkahlutafélag og verða VÍ, SA og SI hluthafar. Skipuð verður sjö manna stjórn einkahlutafélagsins, sem gegnir jafnframt hlutverki háskólaráðs.
Sameinaður skóli mun styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs verulega. Skólinn verður næststærsti háskóli landsins og er stefnt að því að skólinn taki til starfa haustið 2005. Nýi háskólinn mun bjóða upp á allt það nám sem þegar hefur verið heimilað við núverandi skóla, en auk þess er fyrirhugað er að taka upp nám í verkfræði og kennslufræði.
Sjá nánar hjá Háskólanum í Reykjavík.