Nýr háskóli við samruna Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands

Samkomulag hefur tekist milli menntamálaráðuneytis, Verslunarráðs (VÍ), Samtaka atvinnulífs (SA), Samtaka iðnaðarins (SI) og stjórnenda Háskólans í Reykjavík (HR) og Tækniháskóla Íslands (THÍ) um stofnun nýs háskóla með samruna HR og THÍ. Stofnað verður einkahlutafélag og verða VÍ, SA og SI hluthafar. Skipuð verður sjö manna stjórn einkahlutafélagsins, sem gegnir jafnframt hlutverki háskólaráðs.

Sameinaður skóli mun styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs verulega. Skólinn verður næststærsti háskóli landsins og er stefnt að því að skólinn taki til starfa haustið 2005. Nýi háskólinn mun bjóða upp á allt það nám sem þegar hefur verið heimilað við núverandi skóla, en auk þess er fyrirhugað er að taka upp nám í verkfræði og kennslufræði.

Sjá nánar hjá Háskólanum í Reykjavík.

Tengt efni

Upplifa kynin vinnustaðinn á ólíkan hátt?

Árleg könnun á stöðu, upplifun og líðan starfsfólks í fyrirtækjum á Íslandi þar ...
19. jan 2021

Lög á viðskiptalífið?

Verslunarráð í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík mun standa fyrir ...
18. feb 2005

Stytting stúdentsprófs - flas eða framfaraspor?

Í dag verður haldið málþing í sal Verzlunarskóla Íslands um styttingu náms til ...
12. apr 2005