Skattskýrslan á póstkorti?


Nýjasta tölublað The Economist er helgað skattaumfjöllun, einkum umfjöllun um einfaldari skattkerfi. Umfjöllun blaðsins um flatan skatt kemur lesendum skýrslu Verslunarráðs til Viðskiptaþings 2005 ekki á óvart. Blaðið fjallar um þau lönd sem hafa tekið upp flatan skatt og hvaða afleiðingar sú stefnubreyting hefur haft í för með sér. Í skýrslu Verslunarráðs er einmitt lagt til að Ísland verði 15% land með flötum skatti.

Í umfjöllun The Economist er þeirri spurningu velt um hvort að flatur skattur leiði endilega til hærri skatttekna. Blaðið er ekki alveg sannfært um það og bendir réttilega á að í þeim löndum þar sem flötum skatti hefur verið komið, einkum í Austur-Evrópu, hafa skatttekjur ríkisins ekki aukist sérstaklega. Á það er þó bent að þessi lönd hafi öll búið við frekar ófullkomið skattinnheimtukerfi. Lækkun skatta hafi því ekki farið að skila auknum tekjum í ríkissjóð fyrr en brugðist hafi verið við gloppum í innheimtukerfinu. Það hafi hins vegar tæplega verið gerlegt fyrr en skattkerfið hafi verið einfaldað verulega.

Aðstæður í löndum á borð við Bandaríkin, og án efa Ísland, eru hins vegar þær að skattkerfið er nokkuð hagkvæmt, ef svo má að orði komast um þá upptöku eigna sem skattur óneitanlega er. Það þurfa því að vera nokkuð góð rök fyrir því að hafa mikið fyrir því að stokka upp kerfið og koma á algerlega nýju. Þau rök eru hins vegar til og bendir The Economist á í Bandaríkjunum eru útistandandi  ca 19-20 cent fyrir hvern dal sem innheimtur er í skattkerfinu. Má rekja þessar skattskuldir til svartar atvinnustarfsemi t.d. lítilla fyrirtækja, sem áætlað er að gefi ekki upp ca 30% af tekjum, barnagæslu og garðyrkjuþjónustu sem áætlað er að gefi ekki upp ca 80% af tekjum. Ástæðuna fyrir skattsvikunum má að miklu leyti rekja til, ekki bara hárra skatta, heldur sérstaklega flókins skattkerfis.

Óhætt er að fullyrða að færri myndu víla fyrir sér að fylla út skattskýrsluna ef hún kæmist fyrir á póstkorti.

Tengt efni

Vilt þú efla samkeppnishæfni Íslands?

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki úr Framtíðarsjóði Viðskiptaráðs Íslands. ...
5. des 2023

Viðskiptaráð í heimsókn til Nox Medical

Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á ...
9. okt 2023

Viðskiptaráð styrkir afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Gunnar Þorsteinsson, Helga Kristín Ólafsdóttir, Ísak Valsson ...
24. feb 2023