Viðskiptaráð í heimsókn til Nox Medical

Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til greiningar á svefnröskunum. Vörur Nox Medical bæta líf fólks með því að gera svefngreiningar einfaldari og þægilegri.

Starfsfólk frá Viðskiptaráði Íslands fór í heimsókn til hátæknifyrirtækisins Nox Medical föstudaginn 6. október sl. til að fræðast um fyrirtækið og starfsemi þess. Heimsóknin var ánægjuleg og var það fræðandi fyrir starfsfólk Viðskiptaráðs að kynnast starfsemi Nox Medical nánar.

Nox Medical hefur stækkað ört á síðustu árum. Fyrirtækið var stofnað árið 2006 og starfa í dag hartær 120 starfsmenn hjá Nox Medical, þar af ca. 100 í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Íslandi. Nox Medical er aðildarfélagi í Viðskiptaráði Íslands.

Nox Medical er leiðandi hátæknifyrirtæki á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði til greiningar á svefnröskunum. Vörur Nox Medical bæta líf fólks með því að gera svefngreiningar einfaldari og þægilegri. Tæknin gerir læknum og heilbrigðisstarfsfólki kleift að greina svefntruflanir á borð við kæfisvefn og fótaóeirð og þannig bjóða upp á viðeigandi meðferð í kjölfarið.

Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri, og Arnar Þorkelsson, fjármálastjóri Nox Medical, hittu fyrir starfsfólk Viðskiptaráðs í höfuðstöðvum Nox Medical í Borgartúni.

Á fundinum var sérstaklega til umræðu nýsköpunarumhverfi á Íslandi og leiðir til framfara á því sviði hér á Íslandi. Viðskiptaráð vill koma á framfæri kærum þökkum til Nox Medical fyrir ánægjulega kynningu á starfsemi fyrirtækisins og með þeirri von að heimsóknin stuðli að góðu samtali á milli aðila í framtíðinni.

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

Andri nýr formaður Viðskiptaráðs – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í dag. Þar var kunngerð niðurstaða úr ...
7. feb 2024

Heimsókn frá Kanaríeyjum

Sendinefnd frá Kanaríeyjum er nú stödd á Íslandi og af því tilefni bauð ...
6. sep 2021