"Snyrtivörudeild ríkisins" - ríkið stækkar verslun sína í flugstöðinni

Nýlega stækkaði Fríhöfnin ehf. verslun sína í komusal flugstöðvarinnar úr 460m2 í 1000m2. Aðgengi viðskiptavina hefur verið bætt og vöruúrval aukið til mikilla muna. Slíkar breytingar eru af hinu góða en stóra vandamálið er að Fríhöfnin ehf. er alfarið í eigu íslenska ríkisins. Frá árinu 1958 hefur ríkið selt áfengi, tóbak og fleira til farþega. Árið 2005 hefur ríkið enn einkarétt á sölu á snyrtivörum, myndavélum, símum, tækjum, áfengi, erlendu sælgæti og tóbaki. Ýmsir þjónustuþættir í flugstöðinni eins og sala sportfatnaðar, gleraugna, úra, skartgripa, herra- og dömufatnaðar eru í höndum einkaaðila. Í forvali sem fram fór seinni hluta síðasta árs voru þessir þættir boðnir út en ekki þeir þættir sem ríkið selur. Ríkið ætti að bjóða alla þætti út og hætta afskiptum af verslunarrekstri í flugstöðinni. Um leið og verslunarrými flugstöðvarinnar er stækkað á að nýta tækifærið og færa reksturinn yfir til einkaaðila. Í gegnum tíðina hafa einkaaðilar sannað að þeir eru hæfari til að bjóða upp á betri þjónustu á hagkvæmara verði. Það er tímaskekkja að ríkið standi enn í sölu á snyrtivörum og öðrum varningi í flugstöðinni.

Sigþrúður Ármann
lögfræðingur hjá Verslunarráði Íslands.

Tengt efni

Stígum skrefið til fulls - öllum til hagsbóta

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um leigubifreiðaakstur (mál nr. 470)
2. jún 2022

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022

Þetta er ekki búið fyrr en það er búið

Svanhildur Hólm gerir upp árið 2021 - sýninguna sem ekki hefði verið selt inn á.
29. des 2021