Mannabreytingar hjá Viðskiptaráði

Haraldur Ingi Birgisson hefur verið ráðinn sem lögfræðiráðgjafi hjá Viðskiptaráði Íslands. Haraldur mun ljúka meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík í vor. Hann hefur áður starfað hjá Landsbankanum og Sparisjóði Kópavogs.

Davíð Þorláksson, sem verið hefur lögfræðingur Viðskiptaráðs frá 2005, hefur horfið til annarra starfa hjá nýjum fjárfestingabanka, Askar Capital hf., sem er að stærstum hluta í eigu Milestone. Áður en hann gekk til liðs við Viðskiptaráð starfaði hann m.a. hjá Íbúðalánasjóði.

Tengt efni

Fréttir

Nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Haraldur I. Birgisson hefur tekið við starfi aðstoðarframkvæmdastjóra ...
12. ágú 2010
Fréttir

Guðmundur Helgi ráðinn til Viðskiptaráðs

Guðmundur Helgi Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur á ...
5. mar 2015
Fréttir

Námsstyrkir Verslunarráðs afhentir í gær

Það er löng hefð fyrir því á Viðskiptaþingi að veita styrki úr námssjóði ...
9. feb 2005