Nýr framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Dr. Finnur Oddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.  Finnur tekur við starfinu af Höllu Tómasdóttur sem lætur af störfum í haust til að stofna eigið fyrirtæki.  Finnur er doktorsmenntaður í frammistöðustjórnun í Bandaríkjunum en þar starfaði hann einnig sem ráðgjafi hjá Aubrey Daniels International í þrjú ár.  Hann hefur starfað hjá Háskólanum í Reykjavík undanfarin sex ár sem lektor við viðskiptadeild, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla HR og sem forstöðumaður MBA náms.  Finnur mun áfram gegna stöðu lektors við Háskólann í Reykjavík meðfram nýju starfi. 

Viðskiptaráð fagnar 90 ára afmæli þann 17. september nk.  Ráðið hefur frá upphafi verið í fararbroddi nýrra hugmynda og breytinga í viðskiptaumhverfinu og er aðalbakhjarl og eigandi bæði Háskólans í Reykjavík og Verslunarskólans.  Starfsemi Viðskiptaráðs hefur breyst mjög að undanförnu, enda hefur gjörbylting átt sér stað í íslensku atvinnulífi.  Ráðið sinnir nú í auknum mæli alþjóðlegum samskiptum og upplýsingaflæði um efnahagsmál og viðskipti og gefur út skýrslur og upplýsingarit sem auka þekkingu erlendra aðila á Íslandi.  Skýrsla ráðsins um fjármálastöðugleika sem unnin var af prófessorunum Frederic Mishkin og Tryggva Þór Herbertssyni var lykilþáttur í viðsnúningi þeim sem varð í neikvæðri umfjöllun um íslenskt fjármála- og efnahagslíf á síðasta ári.

Um leið og Viðskiptaráð fagnar ráðningu Dr. Finns Oddssonar í starf framkvæmdastjóra vill ráðið þakka Höllu fyrir afar góð störf í þágu íslensks viðskiptalífs undanfarin misseri og óska henni jafnframt velgengni á nýjum vettvangi og við að viðhalda frumkvöðlakrafti á Íslandi.

Reykjavík 27. júní 2007

Nánari upplýsingar veita:

Erlendur Hjaltason 860-8602
Halla Tómasdóttir 863-7105
Finnur Oddsson 820-6276

Tengt efni

Viðskiptaráð leitar að framkvæmdastjóra

Viðskiptaráð Íslands er heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í ...
22. jan 2024

Jón Júlíus nýr samskiptastjóri Viðskiptaráðs

Jón kemur frá Ungmennafélagi Grindavíkur og mun hefja störf í október
12. sep 2023

María nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs

María kemur frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og mun hefja störf ...
12. maí 2023