Viðbrögð ráðherra við tillögum Viðskiptaráðs

Erlendur Hjaltason afhenti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra afmælisskýrslu ráðsins, 90 tillögur að bættri samkeppnishæfni Íslands, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Eftir að hafa veitt skýrslunni viðtöku fjölluðu ráðherrarnir um álit sitt á tillögunum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að henni litist vel á tillögur ráðsins sem kynntar voru á fundinum. Þær væru oft djarfar en um leið mikilvægar inn í umræðuna. Hún sagðist telja að Ísland væri vel í stakk búið í samkeppni á sviði háskólamenntunar á alþjóðavísu.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra sagðist fagna mörgum af tillögum Viðskiptaráðs og þær eigi klárlega eftir að auka samkeppnishæfi Íslands. Að sögn Björgvins er flatur skattur það sem við eigum að stefna að. Það sé það besta fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Björgvin sagðist taka undir það með Viðskiptaráði að Evrópumálin og gjaldmiðilsmálin séu afar brýn málefni.

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, leist vel á tillögur Viðskiptaráðs og þá sérstaklega í skattamálum og lífeyrismálum. Hins vegar segist hann vera á móti ívilnunum líkt og lagt sé til í skattahluta tillagna Viðskiptaráðs. Einfalda eigi hlutina. En þó að Árni líki vel við skattahlutann þá er eitt sem stóð uppúr að hans sögn. Það er tillaga um að útgjöld ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu um fimmtung. Árni segist telja að það eigi að vera mögulegt. Viðskiptalífið hafi sýnt það og sannað að slíkt eigi að vera framkvæmanlegt.

Viðskiptaráð þakkar ráðherrum kærlega fyrir þeirra innlegg á afmælisfundi ráðsins.

Tengt efni

Skilvirkni og hagkvæmni til lausnar á vanda heilbrigðiskerfisins

Það er mat Viðskiptaráðs að leggja skuli áherslu á að auka hagkvæmni og ...
3. sep 2021

Fjárfest í samvinnu

Mikil tækifæri eru fólgin í aðkomu einkaaðila og lífeyrissjóða að kraftmeiri ...
28. jan 2021

Hugsum stærra - Viðskiptaþing 2021

Viðskiptaþing 2021 fer fram fimmtudaginn 27. maí kl. 9:00-10:00 í vefútsendingu ...
20. maí 2021