Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð stofna vinnuhóp til að fylgjast með afleiðingum fjármálakreppunnar fyrir atvinnulífið í landinu

Stofnaður hefur verið vinnuhópur til að fylgjast með afleiðingum fjármálakreppunnar fyrir atvinnulífið í landinu. Vinnuhópurinn er skipaður fulltrúum allra aðildarsamtaka Samtaka atvinnulífsins og fulltrúum Viðskiptaráðs Íslands. Safnað verður saman upplýsingum um áhrif á fyrirtæki, vandamál sem upp koma og hvernig unnt er að bregðast við þeim. Samtökin munu koma upplýsingum á framfæri við fulltrúa ríkisstjórnarinnar og gæta þannig hagsmuna fyrirtækjanna.

Mjög mikilvægt er að fyrirtæki láti Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra fylgjast með því hvernig gengur að standast það álag sem ástandið hefur fyrir nánast allt atvinnulíf í landinu.

Mikilvægasta verkefni stjórnvalda nú er að koma fjármagnsflæði í landinu í eðlilegt horf þannig að fyrirtæki hafi nauðsynlegan aðgang að rekstrarfé og búa þannig um hnútana að stöðugleiki komist á sem fyrst - bæði í gengis- og verðlagsmálum og að vextir lækki sem allra fyrst.

Umsjón með verkefninu af hálfu Viðskiptaráðs hafa Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri og Frosti Ólafsson, aðstoðarframkvæmdarstjóri og af hálfu Samtaka atvinnulífsins Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri, Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur og Pétur Reimarsson, forstöðumaður.

Tengt efni

Ísland í 21. sæti í samkeppnishæfni árið 2021

Ísland stendur í stað en hefur ekki mælst jafn langt á eftir Norðurlöndunum í ...
17. jún 2021

Viðspyrna forsenda velferðar

Í ljósi þess hve mikið er í húfi, einkum vegna atvinnuleysis á „biblískum skala“ ...
28. apr 2020

Ísland fellur um eitt sæti í samkeppnishæfni

Ísland fellur niður í 21. sæti í árlegri úttekt IMD á samkeppnishæfni ríkja
16. jún 2020