Samskipti við breska hagsmunaaðila

Hnökrar hafa verið á samskiptum íslenskra fyrirtækja við fyrirtæki í Bretlandi.  Til að liðka fyrir samskiptum má nýta sér eftirfarandi gögn.

Þann 10. október sendi Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, bréf þar sem staðfestur er samstarfsvilji við íslensk stjórnvöld og mikilvægi þess að málin verði leyst sem fyrst með farsælum hætti. Bréfið má nálgast hér.

Þann 11. október 2008 fékk Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra Íslands í Bretlandi, sent svar við fyrirspurn til breska forsætisráðuneytisins vegna umfjöllunar um frystingu eigna Landsbanka Íslands í Bretlandi og yfirlýsingar Gordon Brown í kjölfarið, sem menn gátu túlkað að nái til annarra fyrirtækja. Í bréfinu er staðfest að umrædd frysting eigi eingöngu við Landsbankann sbr. "I can confirm that the Government has not taken action against any other Icelandic company".   Bréfið má nálgast hér.

Viðskiptaráð mun áfram fylgjast með og koma á framfæri upplýsingum til aðildarafélaga sinna sem geta nýst gagnvart viðskiptavinum og öðrum hagsmunaaðilum á þessum umrótstímum.

Tengt efni

Hraðari viðspyrna með erlendri fjárfestingu

Verulega hefur dregið úr erlendri fjárfestingu á síðustu árum og hefur ...
2. des 2020

Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins

Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins (ICCC, Icelandic-Canadian ...
11. maí 2006

Dagskrá viðskiptadags í Milanó 26.maí

09:30– 10:00 Registration, 10:00– 10:20 Opening of the event. Moderator: Guðjón ...
26. maí 2008