Vaxtalækkun Seðlabanka

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 350 punkta í morgun og standa þeir nú í 12%. Viðskiptaráð fagnar þessari aðgerð, enda hefur ráðið lengi talið vaxtalækkun vera eitt helsta hagsmunamál íslenskra fyrirtækja og heimila. Nú þegar við blasir samdráttur og aukið atvinnuleysi er ljóst að háir stýrirvextir Seðlabanka þjóna takmörkuðum tilgangi.

Næsti reglulegi vaxtaákvörðunarfundur Seðlabankans er 6. nóvember og telur Viðskiptaráð rétt að vextir verði lækkaðir enn frekar, enda fullt svigrúm til þess m.v. núverandi aðstæður.

Tengt efni

Vopn gegn sameiginlegum óvini

Viðskiptaráð Íslands hefur tekið saman mögulegar aðgerðir og það sem þarf að ...
10. mar 2020

Verðmætasköpun send 8 ár aftur í tímann

Í sviðsmyndagreiningu Viðskiptaráðs og SA verður samdráttur landsframleiðslu í ...
13. maí 2020

Stýrivaxtahækkun

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 600 punkta í dag og eru þeir nú 18%. Vextir ...
28. okt 2008