Vaxtalækkun Seðlabanka

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 350 punkta í morgun og standa þeir nú í 12%. Viðskiptaráð fagnar þessari aðgerð, enda hefur ráðið lengi talið vaxtalækkun vera eitt helsta hagsmunamál íslenskra fyrirtækja og heimila. Nú þegar við blasir samdráttur og aukið atvinnuleysi er ljóst að háir stýrirvextir Seðlabanka þjóna takmörkuðum tilgangi.

Næsti reglulegi vaxtaákvörðunarfundur Seðlabankans er 6. nóvember og telur Viðskiptaráð rétt að vextir verði lækkaðir enn frekar, enda fullt svigrúm til þess m.v. núverandi aðstæður.

Tengt efni

Jöfnunarsjóður atvinnulífsins?

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, skrifar um ...
21. feb 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023

Ný útgáfa um íslenskt efnahagslíf

Viðskiptaráð Íslands hefur birt nýja ársfjórðungslega útgáfu af The Icelandic ...
21. ágú 2023