Nýtt upplýsingaskjal handa erlendum aðilum


Ljóst er að staða íslenskra efnahagsmála vekur athygli víða um heim. Fjölmargir erlendir aðilar hafa sett sig í samband við innlend fyrirtæki með spurningar sem lúta að stöðu mála á Íslandi. Margir átta sig illa á stöðunni og óvissan er mikil.

Viðskiptaráð hefur því útbúið skjal sem aðildarfélög geta notfært sér við að útskýra stöðu mála á íslandi gagnvart erlendum hagsmunaaðilum. Í skjalinu er farið stuttlega yfir aðdraganda efnahagsvanda Íslands, stöðuna eins og hún er í dag, aðgerðir og viðbrögð stjórnvalda og líklegar afleiðingar. Vonast er til þess að skjal þetta liðki fyrir samskiptum við erlenda aðila og hjálpi til við að varðveita viðskiptasambönd og velvild í garð Íslendinga.

Skjalið er á ensku og það má nálgast hér.

Tengt efni

Almennar aðgerðir varði leiðina áfram

Með ströngum skilyrðum hlutabótarleiðar er beinlínis gengið gegn þeirri áherslu ...
27. maí 2020

Frekari fjárauka þörf

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið vegna COVID-19 lofa góðu og styður ...
24. mar 2020

Stefna til óstöðugleika og ósjálfbærni?

Beita þarf ríkisfjármálum af skynsemi við núverandi aðstæður og setja endurreisn ...
1. sep 2020