Viðskiptaráð fagnar samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn

Viðskiptaráð Íslands fagnar því að ríkisstjórn Íslands hafi óskað eftir formlegu samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) um að koma á efnahagslegum stöðugleika á Íslandi.

Aðkoma gjaldeyrissjóðsins er ein af grunnforsendum þess að hægt verði að endurreisa gjaldeyrismarkaði hérlendis og koma á stöðugu ástandi í utanríkisviðskiptum. Það er þó ljóst að einhver bið verður þar til lánið verður afgreitt og því mikilvægt fyrir stjórnvöld að huga að aðgerðum til að bæta erlenda greiðslumiðlun og auðvelda gjaldeyrisviðskipti fram að því.

Tengt efni

The Icelandic Economic Situation

Upplýsingaskjal á ensku,
23. apr 2009

Gjaldeyrismál

Fátt hefur dregið til tíðinda hvað varðar stöðuna á gjaldeyrismarkaði síðan í ...
24. okt 2008

Erlend greiðslumiðlun gengur betur

Ennþá eru hnökrar á erlendri greiðslumiðlun en þó eru einhver merki þess að ...
4. nóv 2008