Pedro Videla með erindi á Viðskiptaþingi 2009

Dr. Pedro Videlo, prófessor í hagfræði við IESE Business School í Barcelona, sem nýlega var valinn besti viðskiptaháskólinn í Evrópu af Forbes-tímaritinu, mun halda erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið verður á Reykjavik Hilton Nordica á fimmtudaginn. Í erindi sínu mun hann fjalla um eðli og uppruna kreppa af því tagi sem Ísland á nú við að etja, reynslu frá öðrum löndum og aðgerðir sem líklegastar eru til að vinna bug á ástandinu. Að erindinu loknu mun hann svara spurningum úr sal.

Dr. Videla er eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi og leggur í rannsóknum sínum áherslu á þjóðhagfræði, alþjóðahagfræði og hagfræði nýmarkaðslanda. Pedro Videla er doktor í hagfræði frá University of Chicago. Áður en hann hóf störf við IESE Business School starfaði hann meðal annars við Roosevelt háskólann í Chicago og Adolfo Ibanez háskólann í Chile. Þá hefur hann sinnt fjölmörgum ráðgjafarverkefnum fyrir Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og fleiri aðila.

Nánari upplýsingar um dagskrá Viðskiptaþings og skráningu má nálgast á vefsíðu Viðskiptaráðs.

Tengt efni

Umsagnir

Góðar aðgerðir sem duga skammt

Viðskiptaráð fagnar þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið vegna kórónuveirunnar ...
24. mar 2020
Staðreyndir

Fjármagnskostnaður enn dragbítur á samkeppnishæfni Íslands

Hagkvæm fjármögnun er einn af lykilþáttum í að auka samkeppnishæfni landsins. ...
16. júl 2020
Greinar

Bjart yfir Svörtuloftum

Fyrir utan að sviðsmyndir bankans endurspegla óvissuna illa með því að vera á ...
27. mar 2020