Pedro Videla með erindi á Viðskiptaþingi 2009

Dr. Pedro Videlo, prófessor í hagfræði við IESE Business School í Barcelona, sem nýlega var valinn besti viðskiptaháskólinn í Evrópu af Forbes-tímaritinu, mun halda erindi á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands, sem haldið verður á Reykjavik Hilton Nordica á fimmtudaginn. Í erindi sínu mun hann fjalla um eðli og uppruna kreppa af því tagi sem Ísland á nú við að etja, reynslu frá öðrum löndum og aðgerðir sem líklegastar eru til að vinna bug á ástandinu. Að erindinu loknu mun hann svara spurningum úr sal.

Dr. Videla er eftirsóttur fyrirlesari og ráðgjafi og leggur í rannsóknum sínum áherslu á þjóðhagfræði, alþjóðahagfræði og hagfræði nýmarkaðslanda. Pedro Videla er doktor í hagfræði frá University of Chicago. Áður en hann hóf störf við IESE Business School starfaði hann meðal annars við Roosevelt háskólann í Chicago og Adolfo Ibanez háskólann í Chile. Þá hefur hann sinnt fjölmörgum ráðgjafarverkefnum fyrir Alþjóðabankann, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og fleiri aðila.

Nánari upplýsingar um dagskrá Viðskiptaþings og skráningu má nálgast á vefsíðu Viðskiptaráðs.

Tengt efni

At­vinnu­rekstur er allra hagur

„Það er mikið hagsmunamál fyrir launafólk að til séu þeir sem bæði geta stofnað ...
23. feb 2024

Fleiri víti 

„Það þarf að fara varlega með vald, um það þurfa að vera skýrar reglur og ...
31. jan 2024

„Við þurfum raunsæja nálgun“

Ávarp Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs, á Peningamálafundi Viðskiptaráðs sem ...
23. nóv 2023