Gjaldeyrismál

Staðan á gjaldeyrismarkaði er lítið breytt og er temprun gjaldeyrisútflæðis enn við lýði. Bankarnir þrír geta að einherju leyti sinnt erlendri greiðslumiðlum um hjáleið í gegnum Seðlabankann en miðlunin er óábyggileg. Þó eru einhverjar fregnir af því að liðkast hafi til í þessum málum undanfarna daga. Sparisjóðabankinn býr sem fyrr yfir greiðslumiðlunarkerfi sem virkar vel í flestum myntum, þó enn séu talsverðir hnökrar á greiðslum milli Íslands og Bretlands.

Vonir standa til um að ísland nái endanlegu samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í næstu viku og þá er líklegt að ástandið á gjaldeyrismarkaði batni til muna. Samkomulaginu fylgir gjaldeyrislán frá sjóðnum sem og fleiri aðilum og verða peningarnir notaðir til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn. Þetta mun flýta fyrir því að eðlileg gjaldeyrisviðskipti geti hafist á ný. Þá bárust fréttir af því í dag að Ísland hefði sótt um lán úr neyðarsjóði Evrópusambandsins, en ef Ísland fær úthlutun úr sjóðnum mun það einnig greiða fyrir því að eðlilegar aðstæður skapist á gjaldeyrismarkaði.

Tengt efni

Um greiðslumiðlun og gjaldeyri

Unnið er að því að koma á greiðslumiðlun með erlendan gjaldmiðla. Seðlabankinn ...
13. okt 2008

Styrkjum fjárlagagerðina: Bindandi útgjaldaþak

Í upphafi mánaðarins kynnti ríkisstjórnin fjárlagafrumvarp ársins 2011 og hafa í ...
13. okt 2010

Staðan gagnvart Bretlandi

Miklir hnökrar hafa verið á greiðslum milli Íslands og Bretlands síðan bresk ...
21. okt 2008