Erlend greiðslumiðlun gengur betur

Ennþá eru hnökrar á erlendri greiðslumiðlun en þó eru einhver merki þess að ástandið sé að skána. Bankarnir geta afgreitt erlendar greiðslur að einhverju leyti um hjáleið í gegnum Seðlabankann og Sparisjóðabankinn býr sem fyrr að greiðslumiðlunarkerfi sem virkar. Þá sendi Seðlabankinn frá sér tilkynningu í gær þar sem sagt er að greiðslumiðlun til og frá Bretlandi gangi nú betur en áður. Þetta eru ánægjulegar fréttir, enda hafa hnökrar á greiðslum í pundum verið umtalsverðir upp á síðskastið.

Líklegt er að ástandið á gjaldeyrismarkaði haldi áfram að skána á næstu dögum og vikum þótt ólíklegt sé að gjaldeyrishöft Seðlabankans verði að fullu afnumin í náinni framtíð. Ekki verður unnt að afnema gjaldeyrishöft fyrr en endanlegt samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn liggur fyrir sem og upplýsingar um lánveitingar til Íslands.

Tengt efni

Laglegt regluverk óskast

Átak og áhersla á einfaldara og skilvirkara regluverk var á meðal loforða ...
2. nóv 2021

Staðan gagnvart Bretlandi

Miklir hnökrar hafa verið á greiðslum milli Íslands og Bretlands síðan bresk ...
21. okt 2008

Niðurstaða Viðhorfskönnunar Viðskiptaráðs

Í tilefni af Viðskiptaþingi sem halda átti 4. febrúar 2009 kannaði Viðskiptaráð ...
3. feb 2009