Stjórnarhættir fyrirtækja

Viðskiptaráð Íslands hefur að undanförnu unnið að gerð leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Kauphöllina (Nasdaq OMX Iceland) og er sú vinna nú á lokastigi. Hér er um að ræða heildstæða endurskoðun á fyrri leiðbeinginum um stjórnarhætti fyrirtækja og hefur einkum verið tekið mið af sambærilegum reglum frá öðrum löndum og forskriftar Evrópusambandsins og Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Leiðbeiningarnar innihalda mun fleiri og ítarlegri ákvæði en þær fyrri og í þeim eru gerðar ríkari kröfur til stjórnenda á nær öllum sviðum.

Tímasetningin er mikilvæg en nú er sá tími kominn sem krefst aðgerða af hálfu viðskiptalífsins. Íslensk fyrirtæki eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og sýna vilja í verki til lagfæringar á því sem miður hefur farið. Í því felst m.a. að fyrirtæki og stjórnendur þeirra tileinki sér góða stjórnarhætti og ætlist til þess sama af öðrum. Þannig er lagður grunnur að endurheimt trausts og trúverðugleika viðskiptalífs og hag stjórnenda, fyrirtækja og samfélagsins í heild best borgið.

Leiðbeiningarnar verða gefnar úr í næstu viku og í kjölfarið verður lagður grunnur að fræðslu og eftirfylgni í víðtæku samstarfi við hagsmunaaðila.

Tengt efni

Skattadagurinn 2022: Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra

Ávarp Bjarna Benediktssonar á Skattadegi Viðskiptaráðs, Deloitte og SA, 13. ...
13. jan 2022

Nauðsynlegt að fyrirtækjum sé bættur skaði vegna sóttvarnaraðgerða

Ljóst er að þörf hefur skapast fyrir stuðning við fyriræki sem var gert að hætta ...
3. feb 2022

Ísland eftirbátur í beinni erlendri fjárfestingu

Erlend fjárfesting í ólíkum myndum getur haft jákvæð áhrif og aukið samkeppni á ...
17. mar 2021