Arna, Einar Bjarki, Sigurgeir og Steinunn hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á Viðskiptaþingi 2019 voru árlegir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands kynntir. Fjórir nemendur voru valdir úr hópi 114 umsækjenda og hljóta þeir styrk að upphæð 1.000.000 kr hver.

Styrkþegar í ár eru eftirfarandi:

  • Arna Sigurjónsdóttir - M.Phil Efnaverkfræði á framhaldsstigi við Cambridge háskóla
  • Einar Bjarki Gunnarsson - Doktorsnám í aðgerðagreiningu og meistaragráða við stærðfræðideild, með áherslu á greiningu og líkindafræði við Minnesota háskóla
  • Sigurgeir Ólafsson - Doktorsnám í erfðavísindum við Wellcome Trust Sanger Institute í Cambridge
  • Steinunn Guðmundsdóttir - LLM, Lög, vísindi og tækni við Stanford háskóla

Valnefnd Námsstyrkjasjóðs MVÍ velur styrkþega. Í valnefndinni sitja dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands.

Löng hefð er fyrir veitingu styrkja á Viðskiptaþingi en styrkveitingin er hluti af stuðningi ráðsins við uppbyggingu menntunar, sem ráðið hefur sinnt með markvissum hættum allt frá stofnun árið 1917. Nánar má lesa um hlutverk Viðskiptaráðs sem bakhjarls menntunar hér.

Viðskiptaráð óskar styrkþegum til hamingju með styrkina. Þá þakkar Viðskiptaráð þeim fjölmörgu sem sóttu um, en það var mat valnefndarinnar í ár að valið hafi verið erfitt í ár þar sem margar sterkar umsóknir hafi borist.

Tengt efni

Fimm skattahækkanir á móti hverri lækkun

Frá áramótum 2022 hafa verið gerðar 46 breytingar á skattkerfinu, þar af hafa ...
31. maí 2023

Viðskiptaráð styrkir afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Gunnar Þorsteinsson, Helga Kristín Ólafsdóttir, Ísak Valsson ...
24. feb 2023

Ert þú í framhaldsnámi erlendis?

Nú er opið fyrir umsóknir um námsstyrki úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands ...
29. nóv 2022