Ásta Fjeldsted á fundi WTO

Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sat í pallborði fyrir hönd Íslands á ráðstefnu hjá Alþjóða viðskiptastofnuninni (e. World Trade Organization) í Genf sem kallast #SheTrades session. Ráðstefnan er samstarf Íslands, Kanada og International Trade Center (e. ITC) og er leitt áfram af Fastanefnd Íslands í Genf. Efni ráðstefnunnar var kynjajafnrétti í viðskiptum og hvort efnahagsleg rök væru fyrir eflingu kvenna í viðskiptum. Ráðstefnan fór fram dagana 26. – 28. september.

Ásta talaði m.a. fyrir því hvers vegna kynjajafnrétti skiptir máli í viðskiptum og vitnaði í skýrslur sem gefnar hafa verið út af McKinsey & Company og bera heitið "Women Matter". Í þeim er sýnt fram á með staðreyndum að fyrirtæki með konur í stjórnum og stjórnunarstöðum hafi sýnt fram á betri efnahagslega frammistöðu en þau sem engar konur hafi.

Ásta rak jafnframt sögu íslenskrar kvennabaráttu og stiklaði á stóru í sögu jafnréttis á Íslandi, allt frá skattaívilnunum á 7. áratugnum og mótmælum á 8. áratugnum til stofnun Kvennalistans og samþykktar jafnlaunavottunar. Einnig fór hún yfir hversu dýrmætt það væri að á Íslandi ættu konur og karlar rétt á jafnlöngu fæðingarorlofi og að enginn efaðist um hennar getu að geta sinnt móðurhlutverkinu um leið og hún ynni sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ásta vitnaði jafnframt í framfarir í íslensku atvinnulífi en viðurkenndi að enn væri langt í land með að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna.

Hér má nálgast skemmtilega klippu af viðtali við Ástu eftir fundinn ásamt dóttur sinni:

Tengt efni

Hvar er vondi kallinn?

Eru fyrirtæki vond? Græðir einhver á því að fyrirtæki hagnist? Hvað gera ...
14. jún 2022

Ekki skjóta sendiboðann

Efling segir framlag hins opinbera til nokkurra málaflokka benda til þess að ...
16. ágú 2022

Gunnlaugur Bragi til Viðskiptaráðs

Undanfarið hefur Gunnlaugur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Rauða krossins á ...
16. ágú 2021