Hvað er svona merkilegt við vísisjóði? Föstudagskaffi 17. desember

Í síðasta Föstudagskaffi Viðskiptaráðs fyrir jól verður sjónum beint að vísisjóðum.

 Viðskiptaráð Íslands býður til Föstudagskaffis, þess síðasta fyrir jól og áramót, föstudaginn 17. desember en að þessu sinni beinum við sjónum að vísisjóðum.

Viðskiptaráð hefur unnið greiningu á umhverfi vísisjóða á Íslandi, mikilvægi þeirra og þeim tækifærum sem sjóðirnir skapa fyrir íslenskt atvinnulíf. Samhliða birtingu greiningarinnar munu Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, og Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur ráðsins, ræða þetta málefni við þau Svönu Gunnarsdóttur frá Frumtaki og Örn Valdimarsson frá Eyri.

Eru möguleikarnir ótakmarkaðir? Og hvenær verður fyrsti alíslenski einhyrningurinn til? Þessum spurningum og fleiri til verður svarað í opnu streymi á föstudagsmorgun kl. 9. Streymið verður aðgengilegt í spilaranum hér fyrir neðan.

Tengt efni

Hvert er mikilvægi vísisjóða í þjóðhagslegu samhengi?

Vísisjóðir leikið lykilhlutverk í að skapa nýjar útflutningsgreinar, sérstaklega ...
17. des 2021

Föstudagskaffi Viðskiptaráðs

Hálfsmánaðarlegur morgunfundur fyrir aðildarfélaga Viðskiptaráðs.
26. nóv 2021

Föstudagskaffi um atvinnurekstur hins opinbera

Viðskiptaráð býður til hálfsmánaðarlegs morgunfundar föstudaginn 26. nóvember.
24. nóv 2021