Hagsmuna neytenda ekki gætt í nýjum búvörusamningum

Opinn fundur um nýgerða búvörusamninga fór fram á Grand Hóteli Reykjavík í morgun og var sjónum beint að samningunum séð frá hagsmunum íslenskra neytenda. Að fundinum stóðu ASÍ, Félag atvinnurekenda, Félag eldri borgara, Neytendasamtökin, Samtök skattgreiðenda, Samtök verslunar og þjónustu, Viðskiptaráð Íslands og Öryrkjabandalag Íslands.

Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, hélt erindi á fundinum. Í því velti Daði upp þeirri spurningu hvort hagsmuna neytenda væri gætt með nýjum búvörusamningum og taldi hann svo ekki vera. Helstu galla samninganna taldi Daði vera íhaldssemi og að þeir svari ekki kröfum um nauðsynlegar breytingar. Daði sagði þörf fyrir að opna meira samkeppnisaðhald frá innflutningi og auk þess ættu samkeppnislög að ná til mjólkuriðnaðarins.

Ef auka eigi framleiðni er stuðningur til jarðræktar eða nýsköpunarstyrkir vænlegri kostur en beinir framleiðslustyrkir, að mati Daða. Jafnframt taldi Daði að núverandi fyrirkomulag festi bændur í ákveðnum greinum og hamli þeim að gera hagkvæmar breytingar á framleiðslu sinni.

Umræður í pallborði voru í takt við erindi Daða Más og fram kom m.a. að landbúnaðarkerfið hafi brugðist neytendum og ekki væri mark tekið á kröfum þeirra í núverandi fyrirkomulagi.

Glærur Daða Más má nálgast hér

Tengt efni

Orkulaus eða orkulausnir?

Ávarp formanns Viðskiptaráðs á Viðskiptaþingi sem fór fram 9. febrúar 2023
16. feb 2023

Kjósendur eru skarpari en stjórnmálamenn

Miðað við staðreyndapróf Viðskiptaráðs eru kjósendur skarpari en stjórnmálamenn, ...
23. sep 2021

Engar tekjur og endalaus útgjöld? Greining á loforðum flokkanna

SA og VÍ áætla að afkoma ríkissjóðs gæti versnað um allt að 250 milljarða. ...
22. sep 2021