Ingibjörg, Halla, Ólafur og Úndína hljóta námsstyrki Menntasjóðs Viðskiptaráðs

Á Viðskiptaþingi 2018 voru veittir árlegir námsstyrkir úr Menntasjóði Viðskiptaráðs Íslands. Í ár var sérstaklega sóst eftir umsækjendum sem stunda nám og rannsóknir tengdum stafrænni tækniþróun. Fjórir nemendur voru valdir úr hópi 127 umsækjenda og hljóta þeir styrk að upphæð 1.000.000kr hver.

Styrkþegar í ár eru eftirfarandi:

  • Ólafur Bjarki Bogason - Meistaranemi í tónlistarverkfræði við McGill háskóla í Montreal
  • Ingibjörg Sigvaldadóttir - Framhaldsnemi í líf- og læknavísindum hjá Karolinska Instituet í Stokkhólmi
  • Halla Björg Sigurþórsdóttir - Meistaranemi í taugaverkfræði í École Polytechnique Fédérale de Lausanne
  • Úndína Ósk Gísladóttir - meistaranemi í „Biomedical Informatics“ við Harvard háskóla

Valnefnd Námsstyrkjasjóðs MVÍ velur styrkþega. Í valnefndinni sitja dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, dr. Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, stjórnarmaður í Viðskiptaráði Íslands.

Löng hefð er fyrir veitingu styrkja á Viðskiptaþingi en styrkveitingin er hluti af stuðningi ráðsins við uppbyggingu menntunar, sem ráðið hefur sinnt með markvissum hættum allt frá stofnun árið 1917. Nánar má lesa um hlutverk Viðskiptaráðs sem bakhjarls menntunar hér.

Viðskiptaráð óskar styrkþegum til hamingju með styrkina. Þá þakkar Viðskiptaráð þeim fjölmörgu sem sóttu um, en það var mat valnefndarinnar í ár að valið hafi verið erfitt í ár þar sem margar sterkar umsóknir hafi borist.


Tengt efni

Viðskiptaráð styrkir afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Gunnar Þorsteinsson, Helga Kristín Ólafsdóttir, Ísak Valsson ...
24. feb 2023

Sveitarfélög of fámenn fyrir fleiri verkefni

Umsögn um grænbók um sveitarstjórnarmál (mál nr. 229/2022)
4. jan 2023

Hæpnar forsendur og ósjálfbær útgjaldavöxtur

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023
12. okt 2022