Ísland í þriðja sæti World Talent Ranking

Helstu veikleikar Íslands liggja í útfærslu iðnnáms og forgangsröðun starfsþjálfunar.

Ísland situr í þriðja sæti World Talent Ranking (WTR) 2022 úttektar IMD viðskiptaháskólans í Sviss og færist upp um fjögur sæti frá fyrra ári. Þar er Sviss í fyrsta sæti, sjötta árið í röð, og er fremst meðal 63 ríkja þegar kemur að því að laða að og halda í hæfileika. Svíþjóð, Noregur og Danmörk raða sér í 2., 4. og 5. sæti úttektarinnar.

IMD World Talent Ranking metur getu hagkerfis til þess að þróa færni og hæfni mannauðsins sem ríki býr yfir, en einnig hvernig það laðar að sér fært fólk frá öðrum löndum, til að fullnægja eftirspurn vinnumarkaðarins og stuðla að aukinni samkeppnishæfni.

Úttektin nær til 63 ríkja og samanstendur af 31 atriði sem skiptast í þrjá meginþætti: Fjárfestingu og framþróun (e. investment and development), sem metur hvernig innlendar auðlindir og aðföng eru nýtt til að rækta færni innanlands. Aðlöðun (e. appeal) metur getu ríkis til að laða að sér og halda í hæft fólk, bæði innanlands og að utan. Viðbúnaður (e. readiness) mælir gæði og færni mannauðsins.

Á undanförnum árum hefur Ísland bætt stöðu sína allverulega á WTR listanum og færst upp um þrettán sæti frá 2018. Í ár mælist frammistaða Íslands best í meginþáttunum fjárfestingum og framþróun (4. sæti) og aðlöðun (8. sæti).

Helstu styrkleikar Íslands liggja í útgjöldum til menntamála (4. sæti) en einnig í framboði faglærðs vinnuafls og fjármálafærni (bæði í 3. sæti). Þá mælist markvirkni háskólanáms (4. sæti) og lífsgæði (3. sæti) mikil.

Úttektin leiðir einnig í ljós að helstu veikleikar Íslands liggi í útfærslu iðnnáms (42. sæti) og forgangsröðun starfsþjálfunar (35. sæti). Frammistaða Íslands þegar kemur að því að laða að erlenda sérfræðinga (34. sæti) er ekki til fyrirmyndar og áhrifin af því endurspeglast m.a. í lágu framboði stjórnenda með alþjóðlega reynslu (35. sæti).  Lök frammistaða í PISA-könnuninni (30. sæti) hefur einnig neikvæð áhrif á frammistöðu Íslands og lágt hlutfall útskrifaðra með STEM-gráðu (53. sæti) dregur úr samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma litið.

Niðurstöður Íslands í WTR úttektinni

WTR úttektin í heild sinni

Tengt efni

Nauðsynlegt er að tryggja samkeppnishæfan vinnumarkað

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ...
15. mar 2023

Future of the Seafood Industry in Germany and Iceland

How do Germany and Iceland meet the challenges for the seafood industry and what ...
12. feb 2008

Samkeppnishæfni dalar milli ára

Ísland lækkar um þrjú sæti á milli ára í nýrri úttekt IMD viðskiptaháskólans í ...
29. maí 2013