Viðskiptaráð leitar að hagfræðingi

Starf hagfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar.

Ert þú hagfræðingur sem hefur gaman af því að tjá þig?

Við hjá Viðskiptaráði Íslands leitum að kraftmiklum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi og þannig auka hagsæld. 

Starfið er fjölbreytt og samanstendur meðal annars af skrifum og greiningarvinnu vegna útgáfu, samskiptum við fjölmiðla og virkri þátttöku í mótun stefnu ráðsins.

Viðskiptaráð er lifandi vinnustaður sem gefur starfsfólki tækifæri til að móta eigið starfsumhverfi og verklag.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Skrif úttekta, skýrslna, blaðagreina, greininga, umsagna um þingmál og gerð kynninga
  • Ytri samskipti og tengslamyndun gagnvart fjölmiðlum og öðrum hagsmunaaðilum
  • Leiðandi hlutverk í mótun og framkvæmd stefnu og málefnastarfs ráðsins
  • Leiðsögn fyrir sérfræðing á hagfræðisviði

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólagráða í hagfræði
  • Viðeigandi starfsreynsla æskileg
  • Brennandi áhugi á þjóðmálum og grunnþekking á rekstrarumhverfi atvinnulífsins
  • Frumkvæði og hæfileikar til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum
  • Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Hæfni til að vinna í hóp

Umsókn ásamt kynningarbréfi og ferilskrá sendist á starfsumsokn@vi.is fyrir 28. nóvember 2021.

Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, í síma 510 7100 eða á svanhildurholm@vi.is.

Tengt efni

Þarf þetta að vera svona?

„Hérlendis má aftur á móti ætla að læknar þurfi að meðaltali að biðja ...
14. des 2023

Sprengjusvæði

„Að skiptast á skoðunum er mikilvægt. Það væri þó til mikilla bóta að hafa í ...
7. mar 2024

Viðskiptaráð leitar að lögfræðingi

Starf lögfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar
4. mar 2023