Nýtt starfsfólk til Viðskiptaráðs

Þrír nýir starfsmenn hefja nú störf hjá Viðskiptaráði Íslands.

Nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð Íslands hef­ur ráðið Ísak Einar Rúnarsson sem sér­fræðing á hag­fræðisviði ráðsins.

Starf hans mun fyrst og fremst snúa að mál­efn­a­starfi ráðsins, svo sem grein­ing­ar­vinnu og skrif­um. Auk þess mun hann taka þátt í út­gáfu­starfi ásamt öðrum dag­leg­um störf­um ráðsins.

Ísak Einar lauk BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands en hann kemur til Viðskiptaráðs frá Viðskiptablaðinu þar sem hann starfaði á ritstjórn blaðsins. Ísak hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, blaðamaður á Morgunblaðinu og sem formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá er Ísak einn af stofnendum og ritstjórum vefmiðilsins Róms.

Ísak mun hefja störf fyrir Viðskiptaráð í maí.

Sumarstarfsmaður á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands

Emil Dagsson hefur verið ráðinn inn sem sumarstarfsmaður á hagfræðisviði. Emil er á sinni síðustu önn í meistarnámi í Fjármálahagfræði við Háskóla Íslands. Þar hefur hann unnið sem aðstoðarkennari í hagrannsóknum meðfram námi og stundað greinarskrif með leiðsögn professors. Hann hefur einnig starfað meðfram námi hjá Hagstofu Íslands.

Einnig lærði Emil hagfræði við Fudan Háskóla í Shanghai tvö misseri og er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Emil er einn stofnenda félagsins Fjár­ráð sem er ætlað að halda utan um jafn­ingja­fræðslu um fjár­mála­læsi og hvað beri að hafa í huga varð­andi fjár­mál.

Emil hefur störf í byrjun júní.

Sérfræðingur á lögfræðisviði ráðsins

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin inn tímabundið sem sérfræðingur á lögfræðisviði. Agla lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2017. Hún stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla og tók þátt í alþjóðlegu Willem C. Vis málflutningskeppninni fyrir hönd skólans. Agla starfaði áður hjá Icelandair.

Agla hefur þegar hafið störf hjá ráðinu.Tengt efni

Viðskiptaráð styrkir afreksnema á erlendri grundu

Styrkþegar í ár eru Gunnar Þorsteinsson, Helga Kristín Ólafsdóttir, Ísak Valsson ...
24. feb 2023

Sjálfbærniskýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Play valdar skýrslur ársins

Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslur ársins voru veittar fyrr í dag við ...
7. jún 2022

Kófið kæfir sprotana nema í taumana sé tekið

„Fyrirliggjandi aðgerðir stjórnvalda munu að óbreyttu ekki nýtast ...
20. apr 2020