Nýtt starfsfólk til Viðskiptaráðs

Þrír nýir starfsmenn hefja nú störf hjá Viðskiptaráði Íslands.

Nýr sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands

Viðskiptaráð Íslands hef­ur ráðið Ísak Einar Rúnarsson sem sér­fræðing á hag­fræðisviði ráðsins.

Starf hans mun fyrst og fremst snúa að mál­efn­a­starfi ráðsins, svo sem grein­ing­ar­vinnu og skrif­um. Auk þess mun hann taka þátt í út­gáfu­starfi ásamt öðrum dag­leg­um störf­um ráðsins.

Ísak Einar lauk BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands en hann kemur til Viðskiptaráðs frá Viðskiptablaðinu þar sem hann starfaði á ritstjórn blaðsins. Ísak hefur áður starfað sem verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands, blaðamaður á Morgunblaðinu og sem formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá er Ísak einn af stofnendum og ritstjórum vefmiðilsins Róms.

Ísak mun hefja störf fyrir Viðskiptaráð í maí.

Sumarstarfsmaður á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands

Emil Dagsson hefur verið ráðinn inn sem sumarstarfsmaður á hagfræðisviði. Emil er á sinni síðustu önn í meistarnámi í Fjármálahagfræði við Háskóla Íslands. Þar hefur hann unnið sem aðstoðarkennari í hagrannsóknum meðfram námi og stundað greinarskrif með leiðsögn professors. Hann hefur einnig starfað meðfram námi hjá Hagstofu Íslands.

Einnig lærði Emil hagfræði við Fudan Háskóla í Shanghai tvö misseri og er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Emil er einn stofnenda félagsins Fjár­ráð sem er ætlað að halda utan um jafn­ingja­fræðslu um fjár­mála­læsi og hvað beri að hafa í huga varð­andi fjár­mál.

Emil hefur störf í byrjun júní.

Sérfræðingur á lögfræðisviði ráðsins

Agla Eir Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin inn tímabundið sem sérfræðingur á lögfræðisviði. Agla lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2017. Hún stundar nú meistaranám í lögfræði við sama skóla og tók þátt í alþjóðlegu Willem C. Vis málflutningskeppninni fyrir hönd skólans. Agla starfaði áður hjá Icelandair.

Agla hefur þegar hafið störf hjá ráðinu.Tengt efni

Sjálfbærniskýrslur Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna og Play valdar skýrslur ársins

Viðurkenningar fyrir sjálfbærniskýrslur ársins voru veittar fyrr í dag við ...
7. jún 2022

Viðskiptaráð leitar að hagfræðingi

Starf hagfræðings Viðskiptaráðs er laust til umsóknar.
18. nóv 2021

Elísa Arna og Sigrún Agnes til Viðskiptaráðs

Elísa Arna Hilmarsdóttir hefur tekið til starfa sem sérfræðingur á hagfræðisviði ...
3. sep 2021