Promens og framkvæmd hafta

Í kjölfar ákvörðunar stjórnenda Promens að færa höfuðstöðvar félagsins úr landi vaknaði umræða um skaðsemi gjaldeyrishafta upp á ný. Viðskiptaráð hefur í málefnastarfi sínu lagt áherslu þau vandkvæði sem tilvist haftanna skapa fyrirtækjum í alþjóðlegum rekstri. Viðfangsefni Viðskiptaþings síðasta árs var alþjóðageirinn og samhliða því var gefið út upplýsingarit um uppbyggingu hans: Open for business?. Í ritinu er m.a. rakið hvernig höftin skapa erfiðleika hjá fyrirtækjum á öllum vaxtarstigum í alþjóðageiranum og hvernig tilvist þeirra getur hamlað vöxt og nýliðun auk þess að leiða til flutnings starfsemi þeirra úr landi.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 lýsti Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, annmörkum á núverandi fyrirkomulagi haftanna. Sagði hann fyrirtæki hafa kvartað undan því að ekki væri innbyrðis samræmi í ákvörðunum Seðlabankans um veitingu undanþága frá gjaldeyrishöftunum. Benti hann á ábendingar Viðskiptaráðs frá því fyrr á árinu þar sem lagt var til að Seðlabankans birti með ópersónugreinanlegum hætti úrskurði sína um ákvarðanir sem vörðuðu undanþágu frá höftunum og kæmi á einfaldari og skjótvirkari kæruleið. Taldi hann slíkt geta dregið úr óánægju og tortryggni með núverandi undanþáguferli Seðlabankans. 

Tengt efni

Fréttir

Peningamálafundur VÍ: Skaðsemi haftanna mikil

Í morgun stóð Viðskiptaráð fyrir fjölsóttum morgunverðarfundi á Hilton Reykjavík ...
5. nóv 2010
Fréttir

Viðskiptaþing: Íslendingar standa frammi fyrir sögulegum tækifærum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fjallaði á Viðskiptaþingi, sem ...
12. feb 2015
Fréttir

Viðskipta- og fjárfestingakynning í Mílanó

Hátt í hundrað manns sátu íslenska viðskipta- og fjárfestingakynningu í ráðhúsi ...
30. maí 2008