Morgunverðarfundur: Réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins standa saman að morgunverðarfundi um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála. Fundurinn fer fram fimmtudaginn 17. desember kl. 8.30-10.00 á Grand Hóteli Reykjavík.

Frummælendur eru Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl., Reimar Pétursson, hrl. og Una Særún Jóhannsdóttir, sérfræðingur hjá sænska samkeppniseftirlitinu

Í kjölfar erinda veita Brynjar Níelsson, alþingismaður og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, álit löggjafar- og framkvæmdavaldsins.

Fundarstjórn er í höndum Mörtu Guðrúnar Blöndal, lögfræðings Viðskiptaráðs Íslands.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Langþráð skilvirkni í samkeppnislöggjöf

Í íslenskum samkeppnislögum er að finna íþyngjandi ákvæði sem samkeppnislöggjöf ...
6. maí 2020

Réttarstaða fyrirtækja við rannsókn mála

Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins standa saman að morgunverðarfundi um ...
17. des 2015

Framkvæmd íslenskra eftirlitsstofnana ekki í samræmi við það sem gerist í Evrópu

Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um réttarstöðu ...
17. des 2015