Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs á ferð og flugi

Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs, sem fram fór helgina 15.-17. september síðastliðinn, hafa haft í nógu að snúast frá því keppninni lauk. Í verðlaun fyrir sigur í keppninni hlutu liðsmenn ferð til Kísildals að launum og var ferðin farin dagana 17.-21.október. Með í för var Kristrún Frostadóttir hagfræðingur Viðskiptaráðs. Þar heimsótti hópurinn fyrirtæki í tæknigeiranum, þar á meðal IBM, Facebook, Google, Uber, LinkedIn, og Stanford háskóla. Hópurinn fékk innsýn inn í ört stækkandi heim tæknifyrirtækja og nýtingu tækninnar á ýmsum sviðum, auk þess að fá tækifæri til að ræða hugmyndir sínar við starfsfólk fyrirtækjanna. Meðlimir sigurliðsins höfðu orð á því að ferðin hefði opnað augu þeirra fyrir stórkostlegum möguleikum þegar kemur að nýtingu tækni, bæði í starfsemi fyrirtækja og hins opinbera, og vonast til að tillögur þeirra fái hljómgrunn innan heilbrigðiskerfisins. Viðskiptaráð Íslands vill sérstaklega þakka þeim einstaklingum sem aðstoðuðu við skipulagningu ferðarinnar; Íslendingar hér heima sem og erlendis, auk starfsmanna í Kísildalnum og San Francisco sem gáfu sér tíma til að taka á móti liðinu.

Smelltu hér til þess að sjá myndir úr ferðinni

Sigurliðið hefur einnig haft í nógu að snúast að kynna hugmynd sína hér á landi undanfarnar vikur. Var meðal annars fjallað um tillöguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrir stuttu.


Tengt efni

Verslun og verðbólga

Svigrúm verslunarinnar til að halda aftur af verðhækkunum er almennt lítið sem ...
29. apr 2021

Frekari fjárauka þörf

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið vegna COVID-19 lofa góðu og styður ...
24. mar 2020

Alþjóðlegt golfmót

Þann 1. september 2011 fer fram hið árlega golfmót Viðskiptaráðs og ...
1. sep 2011