Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs á ferð og flugi

Sigurvegarar Verkkeppni Viðskiptaráðs, sem fram fór helgina 15.-17. september síðastliðinn, hafa haft í nógu að snúast frá því keppninni lauk. Í verðlaun fyrir sigur í keppninni hlutu liðsmenn ferð til Kísildals að launum og var ferðin farin dagana 17.-21.október. Með í för var Kristrún Frostadóttir hagfræðingur Viðskiptaráðs. Þar heimsótti hópurinn fyrirtæki í tæknigeiranum, þar á meðal IBM, Facebook, Google, Uber, LinkedIn, og Stanford háskóla. Hópurinn fékk innsýn inn í ört stækkandi heim tæknifyrirtækja og nýtingu tækninnar á ýmsum sviðum, auk þess að fá tækifæri til að ræða hugmyndir sínar við starfsfólk fyrirtækjanna. Meðlimir sigurliðsins höfðu orð á því að ferðin hefði opnað augu þeirra fyrir stórkostlegum möguleikum þegar kemur að nýtingu tækni, bæði í starfsemi fyrirtækja og hins opinbera, og vonast til að tillögur þeirra fái hljómgrunn innan heilbrigðiskerfisins. Viðskiptaráð Íslands vill sérstaklega þakka þeim einstaklingum sem aðstoðuðu við skipulagningu ferðarinnar; Íslendingar hér heima sem og erlendis, auk starfsmanna í Kísildalnum og San Francisco sem gáfu sér tíma til að taka á móti liðinu.

Smelltu hér til þess að sjá myndir úr ferðinni

Sigurliðið hefur einnig haft í nógu að snúast að kynna hugmynd sína hér á landi undanfarnar vikur. Var meðal annars fjallað um tillöguna í kvöldfréttum Stöðvar 2 nú fyrir stuttu.


Tengt efni

Frekari fjárauka þörf

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið vegna COVID-19 lofa góðu og styður ...
24. mar 2020

Verslun og verðbólga

Svigrúm verslunarinnar til að halda aftur af verðhækkunum er almennt lítið sem ...
29. apr 2021

Verkkeppni: Milljón tonna áskorunin

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Verkkeppni Viðskiptaráð helgina 4. - 6. ...
17. sep 2019