Veistu hvernig skattkerfið er á Íslandi?

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs , var gestur í Bítinu í morgun og ræddi um skattkerfið á Íslandi. Í viðtalinu kom fram að tekjur hins opinbera skiptist í skatta á vinnu, neyslu og fjármagn. Þessar þrjár tegundir skatta myndi stærstan hluta tekna ríkissjóðs og sveitarfélaga.

Í umræðu um skattkerfið sagði Björn að það geti reynst erfitt fyrir marga að gera sér grein fyrir því hversu háar skattgreiðslur þeirra séu. Betra sé að skattkerfi séu gagnsæ þannig að fólk átti sig á því hvað sé verið að greiða. Björn benti á að á launaseðlum einstaklinga komi ekki fram hversu mikið sé greitt í útsvar til sveitarfélaga. Flest séu sveitarfélögin með útsvarið í hámarki og það geti hugsanlega orsakast af því að launþegar taki ekki eftir því hversu mikið er dregið af þeim mánaðarlega.

Björn ræddi einnig um neysluskatta, möguleg áhrif lækkunar persónuafsláttar og prósentuhlutfall fjármagnsskatta.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið

Tengt efni

Yfir 100 breytingar á skattkerfinu

Viðskiptaráð hefur nú tekið saman uppfært yfirlit yfir þær skattabreytingar sem ...
4. jan 2012

Upptökur og myndir af Viðskiptaþingi

Viðskiptaráð þakkar þeim fjölmörgu gestum sem sóttu vel heppnað Viðskiptaþing á ...
20. feb 2013

Fundur um gjaldeyrishöft: Afnám á einu ári?

Í gærmorgun stóðu Viðskiptaráð Íslands og Samtök iðnaðarins fyrir vel sóttum ...
16. des 2011