Skattstefnuþokan: Mikill munur á gagnsæi flokkanna

Viðskiptaráð Íslands hefur gefið út nýja skoðun sem tekur á skattastefnu flokkanna sem bjóða fram til alþingiskosninganna nú á laugardag. Í skoðuninni eru skattastefnur flokkanna metnar út frá skýrleika og hvort þær séu til hækkunar eða lækkunar. Kemur fram að gagnsæi stefnunnar er mjög ábótavant hjá nokkrum flokkanna.

Í skoðuninni kemur eftirfarandi meðal annars fram:

Skattar langstærsti tekjuliður ríkisins

Tekjur ríkissjóðs eru að stærstum hluta tilkomnar með skattlagningu, annars vegar beinni skattlagningu, svo sem á tekjur eða arðgreiðslur, og hins vegar með óbeinni skattlagningu, til dæmis með virðisaukaskatti á vörur og þjónustu. Alls stóðu skattar undir tæplega 78% af tekjum ríkissjóðs árið 2016. Skattar skipta líka kjósendur máli en í skoðannakönnun sem RÚV lét gera fyrir alþingiskosningarnar í fyrra kemur fram að 74% kjósenda telur mjög mikilvægt að fjallað sé um skattahækkanir og -lækkanir í aðdraganda kosninga.

Viðskiptaráð hefur því, annað árið í röð, tekið saman stefnu stjórnmálaflokkanna í skattamálum og lagt mat á það hversu skýrar áherslur þeirra í málaflokknum eru. Jafnframt horfði ráðið til þess hvort flokkarnir tala fyrir skattahækkunum eða -lækkunum. Í greiningunni var horft til fjögurra helstu tegunda skattheimtu: á vinnuframlag, sparnað, neyslu og rekstur. Jafnframt var horft til þess hvort kosningaloforð framboðanna væru fjármögnuð með skattatillögum - ef svo var ekki er gert ráð fyrir að frekari skattahækkanir þurfi til að unnt sé að uppfylla þau.

Hægt er að lesa skoðunina hér

Tengt efni

Viðskiptaráð styður hækkun hámarksaldurs heilbrigðisstarfsfólks

Umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um heilbrigðisstarfsmenn, ...
8. maí 2023

Jafna þarf stöðu innlendra áfengisframleiðenda

Umsögn Viðskiptaráðs um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum.
24. mar 2022

Nauðsynlegt að líta heildstætt á vinnumarkaðinn á Íslandi

Umsögn Viðskiptaráðs um tillögu til þingsályktunar um afnám 70 ára ...
15. feb 2022