Stofnun samstarfsvettvangs um loftslagsmál

Fjöldi fyrirtækja opinberra og einkarekinna skrifaði undir stofnun samráðsvettvangsins.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður og Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs skrifa undir stofnun samstarfsvettvangsins fyrir hönd Viðskiptaráðs Íslands ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Fjöldi fyr­ir­tækja op­in­berra og einka­rek­inna skrifaði und­ir stofn­un sam­ráðsvett­vangs­ins. Mynd: mbl.is/Eggert Jó­hann­es­son

Skrifað var und­ir stofn­un sam­starfs­vett­vangs stjórn­valda og fjölda stórra aðila í at­vinnu­líf­inu um sam­starf í lofts­lags­mál­um.

For­sæt­is­ráðuneytið, um­hverf­is- og auðlindaráðuneytið, ut­an­rík­is­ráðuneytið og at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið; Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Sam­tök iðnaðar­ins, Samorka, Orkuklas­inn, Viðskiptaráð Íslands, Bænda­sam­tök Íslands, Íslands­stofa, auk fjölda annarra fyr­ir­tækja standa að sam­starfs­vett­vangn­um. Mark­miðið er að bæta ár­ang­ur í lofts­lags­mál­um en jafn­framt að miðla ár­angri Íslands í þeim efn­um á alþjóðavett­vangi. Horft er annars vegar til þess hvernig hægt er að miðla græn­um lausn­um og hug­viti sem hef­ur reynst Íslandi vel við að ná ár­angr­i og hins veg­ar að at­vinnu­líf og stjórn­völd sam­mæl­ast um mark­mið um kol­efn­is­laust Ísland 2040.

Ég fagna því að íslenskt atvinnulíf sýni hug sinn í verki með þessum hætti. Viðskiptaráð Íslands sýndi framsýni fyrir að verða þremur árum þegar umhverfislinsan var kynnt til leiks sem ein af fjórum framtíðarlinsum ráðsins og inn í hana stígum við nú full af bjartsýni og krafti," sagði Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður ráðsins af þessu tilefni.

Tengt efni

Samfélagsskýrsla ársins 2021

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veita viðurkenningu fyrir ...
31. maí 2021

Það þarf ekki borg til að reka malbiksstöð

Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands skora á Reykjavíkurborg að nýta ...
30. apr 2021

Frekari fjárauka þörf

Þær aðgerðir sem kynntar hafa verið vegna COVID-19 lofa góðu og styður ...
24. mar 2020