Uppselt á Viðskiptaþing 2019

Uppselt er á Viðskiptaþing 2019 sem fram fer 14. febrúar nk. Áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér.

Þingið var fyrst haldið árið 1975 og hefur það í gegnum árin stuðlað að mikilvægri umræðu um stöðu og horfur íslensks viðskipta- og efnahagslíf. Í ár fjallar þingið um nýjar áskoranir nútímaleiðtoga í takt við gífurlegt upplýsingaflæði og tækniframfarir. Hingað til lands koma Paul Polman, fyrrverandi forstjóri Unilever (2009-2018) og Valerie G. Keller, forstjóri Beacon Institute - Earns & Young. Munu þau gefa gestum þingsins innsýn í upplýstari og heildrænni viðskiptahætti sem reynst hafa best þegar skyggni er nánast ekkert.

SKYGGNI NÁNAST EKKERT - FORYSTA Í HEIMI ÓVISSU

Áskoranir nútímaleiðtoga hafa breyst í takt við gífurlegt upplýsingaflæði og tækniframfarir. Auknar áherslur á viðskiptasiðferði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru ennfremur að gjörbreyta viðskiptaháttum. Viðskiptaþing 2019 fjallar um hvernig leiðtoginn fetar farsælan veg í heimi óvissu þar sem skyggni er nánast ekkert.

Aðalfyrirlesarar þingsins eru Paul Polman, fyrrverandi forstjóri Unilever (2009-2018) og Valerie G. Keller, forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute.

SKRÁNING Á BIÐLISTA

Dagskrá Viðskiptaþings 2019

Tengt efni

Hversu vel þekkir þú hið opinbera? 

Viðskiptaráð kynnir nýjan spurningaleik um hið opinbera. Hvað eru margar ...
20. feb 2024

Lífstílsverðbólga stjórnvalda

Lækning lífstílsvanda stjórnvalda er tiltekt og forgangsröðun í útgjöldum ...
23. okt 2023