Uppselt á Viðskiptaþing 2019

Uppselt er á Viðskiptaþing 2019 sem fram fer 14. febrúar nk. Áhugasamir geta skráð sig á biðlista hér.

Þingið var fyrst haldið árið 1975 og hefur það í gegnum árin stuðlað að mikilvægri umræðu um stöðu og horfur íslensks viðskipta- og efnahagslíf. Í ár fjallar þingið um nýjar áskoranir nútímaleiðtoga í takt við gífurlegt upplýsingaflæði og tækniframfarir. Hingað til lands koma Paul Polman, fyrrverandi forstjóri Unilever (2009-2018) og Valerie G. Keller, forstjóri Beacon Institute - Earns & Young. Munu þau gefa gestum þingsins innsýn í upplýstari og heildrænni viðskiptahætti sem reynst hafa best þegar skyggni er nánast ekkert.

SKYGGNI NÁNAST EKKERT - FORYSTA Í HEIMI ÓVISSU

Áskoranir nútímaleiðtoga hafa breyst í takt við gífurlegt upplýsingaflæði og tækniframfarir. Auknar áherslur á viðskiptasiðferði, samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru ennfremur að gjörbreyta viðskiptaháttum. Viðskiptaþing 2019 fjallar um hvernig leiðtoginn fetar farsælan veg í heimi óvissu þar sem skyggni er nánast ekkert.

Aðalfyrirlesarar þingsins eru Paul Polman, fyrrverandi forstjóri Unilever (2009-2018) og Valerie G. Keller, forstjóri Ernst & Young - Beacon Institute.

SKRÁNING Á BIÐLISTA

Dagskrá Viðskiptaþings 2019

Tengt efni

Velkomin til framtíðarinnar, árið 2003

Landvernd kynnti tillögur um orkuframleiðslu og -skipti til ársins 2040 án ...
27. jún 2022

Ertu skarpari en stjórnmálamaður?

Ertu með hlutina á hreinu fyrir kosningar? Taktu þátt í stuttu prófi og sjáðu ...
7. sep 2021