Úrslit í Verkkeppni Viðskiptaráðs 2017

Helgina 15.-17. september fór Verkkeppni Viðskiptaráðs fram í fyrsta skiptið. Samtals 50 keppendur kepptust sín á milli í 11 liðum um að svara spurningunni "Hvernig verður Ísland tæknivæddasta þjóð í heimi árið 2030". Liðin kynntu tillögur sínar á sunnudeginum fyrir dómnefnd og voru kynningarnar eins fjölbreyttar og þær voru margar. Sem dæmi má nefna hugmyndir um "íslenska skýið", breytingu á styrkjafyrirkomulagi í landbúnaði, forrit til að hjálpa við tungumálakennslu, byggingu svokallaðra "þythylkja"og samstarf hins opinbera og einkageirans í nýsköpunarsjóðnum JAKA.

Þeir Daníel Alexandersson, Viðar Róbertsson, Davíð Þór Jónsson, Alexander Jósep Blöndal og Vilhjálmur Pálmason báru sigur úr býtum með hugmynd sinni um byltingu í heilbrigðiskerfinu með nýtingu gervigreindar. Úrslit voru kunngerð og verðlaun afhent af menntamálaráðherra á afmælishátíð Viðskiptaráðs í Háskólabíói 21. september síðastliðinn.

Sigurliðið fær að launum ferð til Sílikondalsins á næstu vikum í för með Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs. Þar heimsækir hópurinn fyrirtæki á borði við Facebook, Google, Uber, NASA og Tesla. Við vonum að hópurinn njóti ferðarinnar og óskum þeim um leið hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Tengt efni

Dauða­færi ríkis­stjórnarinnar til að lækka vaxta­stig

Viðureignin við verðbólguna er nú eitt brýnasta verkefnið á vettvangi ...
7. jún 2023

Hvar er vondi kallinn?

Eru fyrirtæki vond? Græðir einhver á því að fyrirtæki hagnist? Hvað gera ...
14. jún 2022

Mótsagnakenndar áhyggjur af bankasölu

Staðreyndin er sú að enginn er að tala um að draga að miklu leyti úr eigin fé ...
24. feb 2021